Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Qupperneq 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Qupperneq 37
.c B íO Skipshöfn á hamradreka Þar fylgir umbun erfiöi í Grímsey hefði ég viljað vera lengur. Ég var þar f jóra daga í maílok og eykt betur. Stutt kynni en góð. Það var að vísu nöturkalt þessa dagana. Maður mátti svo sem kenna þess að vera kominn á ystu „mörk hins byggilega heims“. Samt iðar hér líf hvarvetna, dýra og manna, og á allt upphaf sitt og viðurværi í köldu hafinu. Grímsey er langt úti í hafi. Styst er til lands í Gjögurtá austan Eyjafjarðar, 21 sjómíla eða tæpir 40 km. Hún er lengst 5.5 km frá norðvestri til suðausturs og um 2 km þar sem hún er breiðust. Flatarmál 5.26 km2. Hún er hæst að austanverðu, vel yfir 100 m — þar eru mikil fuglabjörg, en hallar niður að sjó að vestan. Sú hugsun skaust í koll mér þegar ég sigldi að Grímsey norðan úr hafi, að hún væri ekki land, heldur skip, hrygglangur og þróttmikill hamradreki sem lægi þarna fyrir traustum festum á grunninu. Gríms- eyingar tala að vísu um að fara í land þegar þeir snúa heim til hafnar úr fiskiróðri. Annars merkir „í landi“ í þeirra munni á meginlandinu. Þeir fara í land t.a.m. þegar þeir fara til Akureyrar eða Húsavíkur, en koma fram eða út þegar þeir halda heim. Grímseyingar sækja sjóinn á litlum bátum, allan ársins hrings. Þeir erja hafið allt í kringum þetta mikla móðurskip. Nær eingöngu lifa þeir af sjó, og ekki annað að sjá en það sé gott líf. Grímseyingum fjölgar, ungt fólk sest hér að. Þeir hafa allt sem þeir þurfa, góð húsakynni, vatn, rafmagn, hreint loft og kyrrð, góðar tekjur— allt nema eitt: góða höfn. Þeir biðja um höfn. Lítil byggðarlögnum land allt verða að fara bónarveg að yfirvöldum syðra til fjár og framkvæmda. Þó er framleiðsla þessara byggðarlaga undirstaðan að velmegun allrar þjóðarinnar. Hafnargarð hafa þeir fengið. Fyrst var að vísu byggður garður þar sem þeir vissu að hann myndi molna í hafróti, en svo fengu þeir annan á góðan stað. Og nú vantar þá hafnargarð á móti til að loka höfninni. Hann er þeim lífsnauðsyn til öryggis fyrir bátana sem þeir eiga og öll þeirra afkoma byggist á. Við skulum vona að þeir þurfi ekki lengi að bíða. Það hefur fjölgað í Grímsey. Menn sækja þangað til að lifa við hollustu, ríka og gjöfula náttúru. Þeir lifa á henni og með henni og hún veitir þeim unað. Einn sjómaður sem fluttist hingað fyrir fjórum árum lét svo ummælt við mig: „Hér er miklu þægilegra líf en í landi, ekki stress eða hamagangur. Þú veist hvernig þetta er í landi, allir eins og þeir séu á síðasta snúning.“ Fleiri tóku í sama streng, eins og m.a. kemur fram í viðtalinu við Alfreð Jónsson, oddvita. Ef til vill skiptir ekki minna máli að í lífi þessa fólks ríkir eðlilegt hlutfall milli erfiðis og umbunar. Menn hafa haft góðar tkejur og þurft að vinna fyrir þeim. Megi svo verða. FTH — Já, ég held við verðum að telja hann hafa gengið ágætlega. Eftir því sem ég veit best, þá hefur hver íbúi hér skilað sem næst fjórum milljónum í gjaldeyri á síðastliðnu ári. — En meðaltekjur? — Ég hef nú ekki tölur um þær. Það er ekki búið að gera þetta upp ennþá, en ég held að þær séu ágætar á okkar mælikvarða. Menn eru að vísu ekki með ráð- herralaun, en þeir una glaðir við sitt. — Þetta eru litlir bátar sem hér eru gerðir út. — Já, þetta eru trillur og litlir þilfarsbátar, Bátalónsbátar, 11— 12 tonna; þeir eru 5 slíkir núna. — Og á þessu róa menn allan ársins hring. — Já, og sækja fast. Þetta eru góðir sjómenn og duglegir, enda uppskera þeir í samræmi við það. Þó held ég megi segja að þeir séu varkárir. Þetta eru yfirleitt menn sem eru aldir upp á sjónum, hafa flestallir verið á sjó frá blautu barnsbeini. Drengir byrja að róa hér svona 7—8 ára og halda þessu svo áfram. — Hafa menn ekki áhuga á því að fá sér stærri báta? — Jú, trúlega er nú áhuginn fyrir hendi, en ytri skilyrði hamla því, fyrst og fremst hafnaraðstaða; hún er og hefur alltaf verið í ólestri, er alltaf á eftir, þannig að þegar eitthvað er gert er þ^ð þegar orðið of lítið. — Hér er nú samt höfn. — Vissulega er hér höfn — að nafninu til. — Og hafnargarður. — Já, víðfrægur að vísu. — Fyrir hvað? — Hann er eitt af þeim fyrir- brigðum sem orðið hafa fræg af endemum. Hann flaut í burtu hér einu sinni, alls ekki í vondu veðri. — Hvernig stóð á því? — Við teljum að það hafi verið reikningsskekkja, en hinir lærðu VÍKINGUR 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.