Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Side 61

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Side 61
Fiskveiðaseðillinn fer um landið Rétt eins og gangnaseðillinn létti um skeið limaburðinn hjá hokn- um kotbændum forðum, þannig hleypir skýrsla Hafró um ástand fiskstofna og aflahorfur árlega dá- litlu fjöri í streitusljóa kerfiskarla. Munurinn á þessu tvennu er þó auðvitað mikill; nú á tímum veit naumast nokkur hver fer með hreppstjóravaldið, og helst vill nú hver smala þar sem honum sýnist, ef ekki þorskum í vörpur og net, þá reka menn a.m.k. saman tölur á blaði. Hve mikið má taka, hve mikið á að setja á? Á þorskveiðin að verða 300, 350 eða 400 þúsund tonn? í skýrslu Hafrannsóknastofn- unarinnar, Ástand nytjastofna á íslandsmiðum og aflahorfur 1980, er auðvitað firnamikill fróðleikur, þar á meðal talnatöflur margar. Til dæmis er þar að finna töflu um veiði helstu botnfiska á Islands- miðum síðastliðin 30 ár. Flestum er svo farið að þeir staldra stutt við talnadálka og hugleiða ekki þann veruleika sem að baki þeim býr. Það gæti þó verið ómaksins vert að gaumgæfa þorskdálkinn í þessari töflu, nú þegar uppgripa- afli hefur verið víða um land og ársaflinn á þorski virðist stefna í 400 þúsund tonn. Er þjóðinni svo mikil nauðsyn á þessum afla að rétt sé að taka hann og setja æski- lega uppbyggingu hrygningar- stofnsins að veði? Á þessu 30 ára bili varð þorsk- aflinn bestur fyrstu 10 árin (’50—’59), að meðaltali rúm 460 þúsund tonn á ári, minnkar síðan verulega næstu 10 ár, á árabilinu ’60—’69 er hann áð meðaltali rúm 390 þús. tonn á ári. Og enn dregst aflinn saman, síðustu 10 árin hef- ur hann verið rúm 380 þúsund tonn árlega. I þessum tölum felst öll þorskveiðin á íslandsmiðum. Aflatölur íslendinga eru allt aðr- ar. Á árunum ’50—’59 var árlegur þorskafli okkar að meðaltali rúm 260 þúsund tonn, minnstur ’51: 183 þús. tonn, en mestur ’55: 315 þús. tonn. Þetta árabil er þorskafli Islendinga nálægt því að vera 36% af heildar-þorskaflanum. Á næsta 10 ára bili er meðalársaflinn öllu minni, rúm 240 þús. tonn, minnst- ur varaflinn’67: 193 þúsund tonn, en mestur ’60: 296 þúsund tonn. Á þessum árum lætur nærri að ís- lendingar hafi veitt um 61% þorskaflans á íslandsmiðum. Á síðustu 10 árum hefur meðal- þorskafli íslendinga verið rúm 280 þúsund tonn á ári eða um 73% af heildaraflanum. Minnstur var þorskafli okkar á þessu árabili ’72: 225 þúsund tonn, en síðan má heita að hann hafi vaxið verulega nær því á hverju ári. Síðustu þrjú árin, sem við höfum ráðið fisk- miðum okkar einir, að kalla má, hefur þorskafli okkar orðið meiri en nokkru sinni fyrr: ’77 330 þús. t., ’78 320 þús. t. og ’79 360 þús. tonn. Þessi þrjú ár er afli íslend- inga 96—97% af heildárþorskafl- anum. Þessar tölur sýna að hér er allt á uppleið, hvað þennan þátt fisk- veiðanna varðar. Til viðbótar þessu koma upplýsingar frá fiski- fræðingum um að hrygningar- stofn þorsks sé nú stærri en verið hefur í mörg ár. En sú dýrð stendur þó stutt segja þeir ef við förum langt yfir 300 þús. tonna afla á þessu ári. Auðvitað getur þeim skjöplast, en við hljótum að spyrja sjálfa okkur: Hvaða áhættu eigum við að taka? Eigum við að lifa eftir boðorðinu að gína yfir miklu og gleypa hratt? FTH Skoðun og viðgerðir gúmmíbáta allt árið. GÚMMÍBÁTAÞJÓNUSTAN Eyjagötu 9 Örfirisey Slmi 14010 VÍKINGUR 61

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.