Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Síða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Síða 18
„Margt bendir til þess að vinnuaðstæður sjómanna séu miklu meira tengdar andlegri líðan þeirra en hjá landmönn- um, sem ekki er að undra í sjálfu sér, þar eð sjómennskan tekur upp miklu meiri tíma af lífi sjómannanna en fjölskylda og félagslíf. Ef hins vegar eng- inn munur er á andlegri líðan sjómanna og landmanna al- mennt eins og getið var um í upphafi, hljóta vandamál og streita landmannanna að stafa af öðru en starfi þeirra, og þá e.t.v. fjölskyldu- og félagslífi, sem sjómennirnir fara á mis við.“ Gylfi Ásmundsson rannsóknir erlendis sem hafa kannað föðurmissirinn, hvaða áhrif það hefur á, ekki endilega geðræn vandamál, heldur á per- sónu mótunina í heild. Hvernig barnið upplifir sig. Hvernig það er t.d. ef faðirinn er í mörg ár í burtu á sjónum og sé ekki nema nokkra daga heima í einu, og hafi ekki tíma til að sinna öðru en víxlum og slíku. Það hlýtur að koma á einhvern hátt niður á börnunum. Þau kynnast honum ekki eins. Hitt er annað mál, sem skiptir ekki minna máli, hvernig þessi tími nýtist. Þó hann sé stuttur, þá eru gæðin frekar en magnið sem máli skipta þegar hann er í landi. Tómas: Það er allavega öðruvísi í sjómannafjölskyldum en í fjöl- skyldum þar sem enginn faðir er, dáinn, farinn, eða kemur ekki aftur. í sjómannafjölskyldunum er faðirinn til staðar, jafnvel þótt hann sé ekki heima, þá er nærvera hans samt á heimilinu. Bæði er fylgst með hvar skipið er — hve- nær fer hann að koma? Það er talað um hann og hringt a.m.k. einu sinni í túr. Guðbrandur: Börnin gera kan- nski of harðar kröfur til hans þeg- ar hann kemur í land. Þau eiga kannski föðurímynd sem er að hluta mótuð af móðurinni. Svo kemur hann heim og hann passar ekki inn í þessa föðurímynd. Get- ur verið misræmi þama á milli? 18 Gylfi: Já, ég hugsa að þetta geti nú verið rétt, það sé vandamál að börnin fá þarna svolitið aðra mynd af þessu karlmannshlut- verki en það væri svo í raun og veru við nánari skoðun. Jón: Það er vafalaust, eins og Gylfi segir, geysilega mikið atriði að þegar hann loksins kemur í land að þá er hann á hlaupum megnið af inniverunni í því að redda víxlum en síðan er kvöld- stundin til þess að lyfta frúnni upp og börnin látin algjörlega sitja á hakanum. Það er dálítið athyglis- vert sem kemur héma fram að það eru 43% barna greind veik á móti 30% í samanburðarhópnum. Og þarna er bara tekin börn hjóna í „Það er áberandi, að lang- flestir sjómannanna segjast vilja komast í annað starf. Tveir af hverjum þremur lýsa því beinlínis yfir. Mjög fáir segjast vera ánægðir, en margir segjast ekki eiga ann- arra kosta völ en vera áfram á sjó. Örfáir kveðast aldrei hafa velt fyrir sér að finna annað starf.“ Haraldur Ólafsson sambúð, og ekki hin, þannig að þetta er mjög athyglisvert. Tómas: Það er eitt sem við megum ekki gleyma. Börn og fólk er mjög misjafnlega viðkvæmt. Viðkvæm börn verða náttúrulega fyrir afskaplega mikilli áreynslu að vita af föðurnum burtu í hættulegu starfi. Þau fylgjast mjög náið með hvort móðirin er áhyggjufull eða hvað sagt er um veðrið og kannski ferst bátur ein- hvers staðar. Þau ímynda sér auð- veldlega að þetta gæti verið pabbi eða gæti hent pabba. Þetta er líka mjög mikið álag á þessi böm sem skiptir verulegu máli. Gísli: Já, maður verður ekki var við þetta sjálfur þó maður sé sjálfur í þessu. Tómas: Það er trúlega rétt að einmitt þið sem hafið staðið í þessu sjálfir finnið þetta ekki mikið og áttið ykkur ekki á hvað feginleikinn hjá börnunum er margs konar þegar þið komið heim. Það er gleðin yfir að hitta pabba, af því hann hefur ekki verið heima lengi, en það er líka feginleikinn að hann skuli koma lifandi. Jón: Ég held að það væri æski- legt að fjölskyldan, og ekki síst börnin kynntust nánar starfsvett- vangi föðurins. Þá myndi óvissu- þáttunum í lífi þeirra fækka, ef þau vissu betur hvernig starfi hans væri háttað. Ingólfur: En ég vil minnast á annað og það er það að á minni skuttogurunum eru menn að slíta sér út fyrir aldur fram með of mikilli vinnu. Því miður. Þessum mönnum þykir gott að fá pening- ana í dag en við skulum bara fylgjast með því að eftir nokkur ár þá verða þessir menn orðnir að taugahrúgu eða útslitnir, rétt um fertugsaldurinn. Tómas: Það er alveg rétt sem þú segir, Ingólfur. Þessi óskaplega vinnuþrælkun slítur mönnum út. Það er einsog að brenna kertið í VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.