Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Page 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Page 29
fjárhagur stofnunarinnar hafi verið hvað rýmstur á árinu 1973 og þó einkum á árinu 1974. Hefur fjárhagsstaðan versnað á síðustu árum, fjárhagslegt bolmagn til framkvæmda minnkað? — Já, það hefur gert það. Við höfum verið með nokkurn veginn óbreytta krónutölu til nýbygg- inga. Það var einmitt á þessum árum, sem við vorum í radíóvita- byggingunum, og við fengum heimild til að taka lán til þess að flýta þeim og höfðum m.a. þess vegna meira fé til framkvæmda en nú síðustu árin. Geysilegur kostur að hafa Árvakur í rekstri — Þú minntist á það áðan að það hefði háð ykkur við uppsetn- ingu radarmerkja að ykkur vant- aði skipakost. Á ekki vitamála- stofnunin Árvakur? — Ríkissjóður sem slíkur á Ár- vakur. En hann var keyptur með fjárveitingum gegnum vitamál, svo að það er ekki talinn neinn vafi á því að hann á að færast sem eign Vitamálastofnunar og hún gerði hann út til 1969, en þá var Landhelgisgæslunni fenginn rekstur hans og henni þá jafn- framt falið að annast fyrir okkur flutninga og það annað sem nauðsynlegt er að nota skip til. — Væri það ekki kostur fyrir Vitamálastofnun að hafa skip eins og Árvakur? — Jú, það væri geysilegur kost- ur. Það eru mörg verkefni sem við mundum þá sinna öðru vísi en við gerum nú. Hins vegar er spurning um rekstrarfyrirkomulag, hvemig væri hagkvæmast að nýta svona skip. Við höfum takmörkuð verk- efni yfir háveturinn, en að sumr- inu á að vera nóg að gera fyrir svona skip, ef fjárveitingar væru fyrir hendi. — Væri ekki hægt að nýta það m.a. til þess að setja upp radar- merki? — Jú, jú, við höfum núna farið fram á það við Landhelgisgæsl- una að fá skipið til vinnu í nokkra mánuði, m.a. við það að viðhalda skerjavitum og þá um leið að byggja eitt eða tvö af þessum radarmerkjum, sem lengi hefur verið beðið um. — Hvaða merki yrðu það? — Það yrðu merki í námunda við Breiðdalsvík, að öllum líkind- um, og ef til vill á Refskefi við Reyðarfjörð. — í vetur komust á kreik fréttir, e.t.v. kviksögur, um að til stæði að selja Árvakur. Veist þú hvort svo verður? — Ég veit raunverulega ekkert um það mál. Það hafa aldrei komið nein skrif um það til mín né verið rætt um það í alvöru. Hins vegar er hægt að lesa út úr fjár- lögum, að Landhelgisgæslan fékk enga fjárveitingu til rekstrar Ár- vakurs á þessu ári. Og eitthvað mun vera minnst á að það sé rétt að selja hann. Þetta teljum við hér mjög miður, því Árvakur er eina skipið í íslenska flotanum sem getur sinnt mörgum þeim verk- efnum sem nauðsynlegt er að vinna. Hann er t.d. vel fallinn til minni háttar sæstrengjalagna. Hann er búinn öflugum lyftitækj- um og mjög vel fallinn til að vinna við þung legufæri og annað þess háttar sem alltaf er að koma upp á, bæði í sambandi við ljósdufl og legufæri olíuskipa. — Nokkur lokaorð, vitamála- stjóri. — Þau yrðu helst þessi: Okkar reynsla af rekstri vitakerfisins er m.a. sú, að sá máti sem hér hefur komist á að vitaverðir eru aðeins fastráðnir á tiltölulega fáum stöð- um og gegna þá yfirleitt jafnframt veðurþjónustu, þetta kerfi hefur reynst mjög vel. Vitagæsla bænda eða annarra sem búa í námunda við vitana hefur reynst vel, það hafa orðið litlar bilanir og öryggi hvað varðar ljós á vitum held ég að sé í mjög sómasamlegu lagi, og er það mikið að þakka árvekni þessara manna. Samstarf við þá hefur alltaf verið með mikilli prýði, eiginlega verið persónulegt og mjög náið samband við vita- verðina alla tíð. Það er mjög mik- ils virði að það samband haldist. Það hefur m.a. gert það að verk- um að rekstur vitakerfisins er mjög ódýr, miðað við marga aðra þjónustu. FTH Þyrlupallur við vitann á Þrídröngum. Pallurinn var byggður 1978. VÍKINGUR 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.