Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Blaðsíða 12
mönnum verið í lágmarki. í fyrsta lagi voru langir túrar hjá okkur, allt upp í 30—50—60 daga í hverri veiðiferð, þannig að þeir höfðu afvatnast þó þeir hefðu skvett í sig í hinni förinni. Ég var líka á togara frá Hafnarfirði frá 1932—40. Ef menn komu drukknir um borð þurftu þeir ekki að spyrja um næsta túr, það getur hafa verið aðhald líka. Bæði var þetta fjár- hagslegt spursmál, og svo vildu menn ekki missa vinnuna. Guðmundur: Mig langar aðeins til að bæta við það sem Ingólfur sagði. Ég fór á togarann Hjörleif um daginn, og við lentum í þessu ofsa veðri sem gekk yfir Austfirðina. Það kom allt upp á sem hægt er í einni veiðiferð, m.a. slitnaði trollið afturúr og var verið að reyna að draga það upp. Menn voru úti á dekki í þusandi aðgerð með full vit af sjó, og mér er það minnisstætt þegar einn hásetinn spýtti sjónum út úr sér — maður sem er búinn að vera um áratuga- skeið á togurum — og sagði við mig: „Svo eru þið Mummi minn á skrifstofu Sjómannafélags Reykjavíkur hissa á því þó að maður fái sér brennivín til að skola saltbragðið úr kjaftinum þegar maður kemur í land.“ Gylfi: Mig langar að segja í sambandi við þetta, að einu sinni talaði ég við blaðamann frá Vísi, í sambandi við rannsókn áfengis- neyslu sem við Tómas höfum unnið saman að, og þá lét ég m.a. þau orð falla að sjómenn drykkju niinna en almennt gerðist í landi. Þetta var sett sem forsíðufrétt í Vísi og var reyndar í útvarpsþætti hjá Páli Heiðari kallað furðuleg- asta frétt vikunnar, en tilfellið er að ég er frekar á því, hvað magn snertir. að sjómenn drekki minna. Þeir drekka allt öðru vísi, sem vonlegt er, því þeir hafa svo sjald- an tækifæri til þess, að þeir verða að innbyrða miklu meira magn í einu. Iiifjólfur Stefánsson Ingólfur: Ég hefði viljað bæta við þessa romsu sem ég var með áðan, að ég var um þetta leyti með skip frá Neskaupsstað. Við vorum bæði í Þýskalandi, Englandi og Danmörku en svo komum við til Reykjavíkur. Hvað skeði nú þegar við komum til Reykjavíkur? Þá var ekki verið að kaupa einn „Þegar athugað er hvað niönnum þyki eftirsóknarverð- ast við sjómennskuna eru tekjurnar í fyrsta sæti, og til- breyting og frelsi í öðru sæti. Erfið vinna gleymist og menn telja sig frjálsari á skipinu en í landvinnu. Dvöl manna á sjálfum vinnustaðnum á vafa- laust sinn þátt í þessari til- finningu.“ Haraldur Ólafsson snaps, heldur farið í leigubíl og keyptur einn kassi, og hér lentum við heldur betur í vandræðum með þessa reglumenn mína. Hér var hvergi hægt að fara inn til þess að fá sér öl, eða bjór og snaps, ekki í annað hús að venda heldur en í leigubíl og kassa hjá ríkinu. Þetta held ég að hafi verið mjög áber- andi á tímabili. Menn lentu illa út úr drykkjuskap vegna þessara ástæðna sem voru skapaðar hér. Það var selt brennivín hvar sem var, en hvergi staður til þess að drekka þetta í rólegheitum. Tómas: Geðsjúkdómar teknir sem heild eru nokkurnveginn jafn algengir hjá sjómönnum og land- mönnum, hins vegar koma þeir öðru vísi fram í hópi sjómann- anna. Þar eru fleiri sem eru flokk- aðir undir alkahólisma, en í hópi landmannanna eru fleiri sem eru flokkaðir undir taugaveiklun. Ástæðan fyrir þessu er sú að það eru sameiginlegir orsakaþættir að taugaveiklun og drykkjusýki, síð- an kemur inn í þetta hvernig og hverjir veljast til sjómennskunnar. Þá verðum við að muna eftir því að í hópi undirmannanna á skip- unum eru fleiri einhleypir menn, en þeir eru oftar drykkjusjúkir en þeir giftu. Þarna er ekki hægt að taka sjómennskuna sem orsök eða afleiðingu. Þetta helgast að nokkru leyti af aðstæðum og hverjir veljast til hvaða starfa og síðan hvaða aðstæður umhverfið býður upp á til þess að halda á móti ýmsum einkennum. Þetta hefur áhrif á tíðni þessara mis- munandi kvilla annars vegar þeg- ar maður ber saman landmennina og sjómennina. Síðan er það allt annað mál hverjir drekka meira sem heild, landmenn eða sjó- menn. Þar hugsa ég að sjómenn- irnir í heild drekki minna en landmennirnir. Þeir drekka hins vegar, eins og Gísli sagði áðan, miklu verr því þeir hafa engan tíma til þess arna. Þeir verða að 12 VIKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.