Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Blaðsíða 11
41 j | '; ! ■ í j p ; ísa 1 Tómas Helgason og Gylfi Ásmundsson frá þessum mönnum, einhver niðurstaða og mikill áhugi ríkti meðal þessara manna sem þátt tóku í þessu lengi vel á eftir. Ég hafði ekki eins persónuleg og náin samskipti við mennina þegar þessar athuganir fóru fram, enda baðst ég undan því að kynnast málunum svo náið sem þessir heiðursmenn gerðu. Mitt hlutverk var að tengja þá hinum starfandi sjómanni og þeirra fjölskyldulíf og um persónuleg mál og einstöku málaflokka vildi ég ekki blanda mér inn í, varðaði hreint ekki um það. Niðurstöðurnar voru það sem ég hafði mestan áhuga á. Jón: Ég vil taka undir þetta líka. Mín reynsla kemur heim við það sem hér hefur verið sagt og það má reyndar segja sömu sögu um hvernig var að ræða við eiginkon- „Kvíða sjómanna fyrir, að verða að leita sér annarrar at- vinnu, þegar þeir ráða ekki lengur við sjómennskuna, verður oft vart.“ Haraldur Ólafsson ur mannanna. Þær flestar voru áhugasamar og reiðubúnar til þess að veita allar upplýsingar, en það voru reyndar nokkrar sem ekki óskuðu eftir að taka þátt í þessum könnunum, en þær voru tiltölu- lega fáar. Langflestar tóku þessu ákaflega vel og þægilegt að vinna með þeim. Guðbrandur: Gylfi, eru ein- hverjir persónuleikaþættir sem eru einkennandi eða mjög skýrir hjá sjómönnum? Er hægt að tala um hinn dæmigerða sjómann? Gylfi: Nei. Að vísu notaði ég þarna persónuleikapróf sem er mjög þekkt erlendis og það gerir ekki meira en að gefa grófa hug- mynd um vissa þætti í persónu- VÍKINGUR leika og þar kemur að vísu fram munur á þessum hópum, sjó- mönnum og landmönnum í tveimur persónuleikaþáttum. Annarsvegar virðast sjómennirnir vera öllu spenntari, útkeyrðari eins og ég hef nú verið að reyna að þýða þessa lýsingu. (Érustrated). Það bendir til þess að það sé meira álag á þeim og þá á ég bæði við líkamlegt og andlegt álag. Og í öðru lagi að þá kom munur sá fram, þótt margir mundu búast við hinu gagnstæða, að þeir virð- ast fágaðir í framkomu, en það má kannski skýra það nánar að þessi persónuleikaþáttur segir okkur kannski að þeir séu tillitssamari við náungann, og þegar maður gengur út frá því sjónarmiði þá kemur það ekki á óvart. Guðbrandur: Eru sjómenn í andlegu jafnvægi? Gylfi: Það kemur ekki mark- tækur rnunur fram þar. En þeir eru ívið minna stöðugri, sem e.t.v. tengist því að þeir eru undir meira álagi. Þetta eru kunn atriði, en í rauninni er ekki marktækur mun- ur þarna. Það er ekki hægt að segja að sjómenn 'séu neitt öðru- vísi að þessu leyti þó að það sé einhver smá tölulegur munur, það skiptir ekki máli. Guðbrandur: Ef við höldurn áfram að tala um sjómanninn, það hefur ekki komið fram að sjó- menn drykkju meira en aðrir þjóðfélagsþegnar? En drekka þeir verr, og hvaða afleiðingar hefur það? Gísli: Þeir drekka minna, maður veit ekki hvað brennivín er fyrr en maður kemur í land, það er bara þann tíma sem er, maður drekkur jú verr, maður innbyrðir meira magn á styttri tíma, maður ætlar að gera svo ntikið, en maður veit ekkert hvað brennivín er fyrr en rnaður kemur í land. Ingólfur: Mig langar aðeins til að segja frá reynslu minni í þess- um efnum. Ég var sjálfur 25 ár á togara, og þekki nú bæði gott og slæmt frá þeirri hliðinni og sýndist mér menn allavega fyrirkallaðir á þeim árum, en það kom fyrir eftir stríðið að við lágum í höfn í Þýskalandi, 10—15 daga í einu og stundum kom það fyrir að um- boðsmaðurinn fór að spyrja hvort það væru tómir góðtemplarar á þessu skipi. Það bar ekki mei-ra á drykkjuskap hjá þessum mönnum heldur en það. Ég held það satt að segja að á þessum árum eftir styrjöldina, fram til ’57—’58 hafi drykkjuskapur hjá togarasjó- 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.