Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Blaðsíða 10
Hjónabandserfiðleikar „Hjónabandserfiðleikar svo sem tíður ágreiningur og mis- sætti voru algengari í sjó- mannafjölskyldunum. Fjórar konur í hvorum hóp sögðu frá kynlífsvandamálum, en upp- lýsingar uni þetta atriði voru ófullnægjandi hjá 11 sjó- mannakonum og þrem land- mannakonum. í meira en helmingi þeirra fjölskyldna, þar sem um hjónahandsvanda- mál var að ræða var barn með greindan geðsjúkdóm, en í um 'á hinna fjölskyldnanna.“ Helga Hannesdóttir Jón G. Stefánsson gerð um hvað vitað væri og hvað væri hægt að vinna úr því sem þegar hefði verið gert í þessu efni og síðan yrði komið á sameigin- legri ráðstefnu rannsóknarmanna annarsvegar og sjómanna hins- vegar. Sú ráðstefna var haldin í júní 1975 og þar vorum við Guð- mundur Hallvarðsson meðal ann- arra og auk okkar Ólafur Bjarna- son læknir, prófessor. og Þorbjörn Broddason lektor. Við Guð- mundur fluttum þar innlegg um annarsvegar það sem ég hafði afl- að mér um heilsufar og aldurs- dreifingu sjómanna og Guð- mundur hinsvegar meira per- sónulegt innlegg af sinni reynslu og sinnar fjölskyldu af sjó- mennskunni. Þetta er bakgrunn- urinn að því af hverju var farið af stað með rannsóknina. Guðbrandur: Hvaða aðilar styrktu þessa rannsókn? Er þarna um norrænt samstarf að ræða að því leiti að Norðurlandaráð hafi styrkt þessa rannsókn? Tómas: Nei. svo var ekki. Úr þessu varð aldrei það norræna samstarf sem til var ætlast. Ætlunin var að þetta yrðu fyrst og fremst íslendingar, Norðmenn og Færeyingar eða Danir fyrir þeirra hönd sem að stæðu að þessu og meiningin var að við hér færum af stað með byrjunarathugun, sem við og gerðum í desember 1975. En raunin varð sú að hin Norður- löndin gerðu aldrei neitt í málinu. Við fengum til þess arna lítils- háttar fjárstyrk í upphafi úr Vís- indasjóði til þess að standa straum af útlögðum kostnaði, og styrk- ur var veittur aftur á árinu 1976, en að öðru leyti stóðum við undir kostnaðinum sjálfir, það er að segja við lögðum fram okkar vinnu, fengum aðstoð við skriftir og ýmislegt svoleiðis frá okkar stofnunum og á hinn bóginn, sem var kannski það dýrasta í gagna- söfnuninni, var það að togararnir sem við fórum um borð í biðu fyrir utan hafnarmynnið á meðan við vorum að tala við og rannsaka sjómennina. Þennan kostnað gáfu útgerðarmenn viðkomandi skipa, þeir veittu okkur heimild til þess að fara um borð og tefja skipið sem þessu nam. Guðbrandur: Hver var almenn afstaða sjómannanna til rann- sóknarinnar? Tómas: Við ákváðum strax í upphafi að snerta ekki við svona rannsókn nema í samvinnu við sjómannafélögin annars vegar og útgerðarmannafélögin hinsvegar, vegna þess að við töldum að for- senda þess að við fengjum eitt- hvað skynsamlegt út úr þessu væri að það væri gert í samvinnu og samráði við þessa aðila. Það er skemmst frá því að segja að Sjó- mannafélag Reykjavíkur sýndi þessu þegar mikinn áhuga og út- nefndi Guðmund Hallvarðsson sem sinn fulltrúa og á hinn bóginn sýndi Félag íslenskra botnvörpu- skipaeigenda mjög mikinn áhuga og tilnefndi Vilhelm Þorsteinsson sem sinn fulltrúa, en vegna þess að hann er fyrir norðan varð raunin sú að hann gat lítinn þátt tekið í þessu. Þeir útgerðarmenn sem við leituðum til tóku okkur yfirleitt mjög vel, og allir sem við heim- sóttum tóku okkur mjög vel. Guðbrandur: Það hefur ekki borið á því að mönnum fyndist rannsóknin óþarfi? Gylfi: Þvert á móti. Rannsókn- inni var sýndur mikill áhugi og ég hafði á tilfinningunni að sjó- mönnum fyndist að það væri verið að sýna vandamálum þeirra áhuga og að þeir mætu það. Guðmundur: Ég get tekið undir það sem bæði Gylfi og Tómas hafa sagt hér. Það var margsinnis komið til mín og ég spurður og krafinn sagna um gang mála, hvort ekki væri eitthvað að koma „Viðhorf sjómanna til starfs síns, og hugmyndir þeirra um álit almennings á starfinu speglar talsverðan klofning. Flestir telja sjómannsstarfið mjög mikilvægt fyrir þjóðina í heild, en það sé vanmetið og þeir misskildir. Togaramenn telja fjarvist- irnar hið versta við starfið, langflestir. Jafnframt er kvartað yfir illviðrum og kulda. Yfirmenn telja tauga- spennu vegna ábyrgðarinnar mjög erfiða.“ Haraldur Ólafsson 10 VIKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.