Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Page 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1980, Page 41
Munntamur fengur úr Miðgarðabjargi Bjargið er ekki ýkja hátt, um 120 metrar þar sem það er hæst. Samt kemur yfir mig einhver skelfileg tómleikatilfinning þegar ég sé hann Óla Ólason, sigmann- inn, hverfa ofan fyrir brúnina. Bjargið hefurgleypt hann. „Þetta er svakalegt," er sagt við hlið mér. Það er Arnar, einn bjargmanna. Við súpum hveljur þegar stinningskaldinn úr Dumbshafinu gúlpast upp fyrir brúnina. Undir svarrar brimið og sundrast í löður. Af snös snertispöl sunnar sjáum við sigmanninn. Hann tottast hægt og hægt niður með bjarg- veggnum, eins og dordingull í grönnum spuna. Limirnir hans fjórir tifa og auk þeirra gengur eggjaprikið til beggja hliða, eins og tveir aukaskankar. Fuglinn hvirflast upp undan manninum út í vindinn. Grúi hraðtifandi vængja. Þeir taka sveig niður og út, láta svo vindinn bera sig upp og að og renna stífþöndum vængjum hratt með bjargsyllum og brúnum. Stefán og Arnar standa framar- lega og fylgjast með rennifluginu. — Sko álkuna, þessa. Hún kemur alltaf aftur og aftur. Hún hlýtur að eiga egg hérna rétt undir brúninni. Ég læt augun fylgja henni eftir. Hring eftir hring fer hún, kemur fast að bjarginu við brún. Þar er eins og hún ætli að stöðva sig í loftinu. Hún kastar sér nær þvert upp í vindinn, sperrir fram fætur og lyftir stéli og þenur það út eins og blævæng; kiprar saman væng- ina til hálfs. En hún hættir alltaf við að lenda, Mennirnir hafa VÍKINGUR truflað hringrásina. Nei. Þeir hafa örvað hana. Óli var 40—45 mínútur niðri i fyrsta siginu. Þegar hann kjagar upp á brúnina, gleiður, stuttfættur og skælbrosandi, þá er enginn

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.