Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Side 13
Orlof:
Talsvert veigamiklar breytingar
eru hér gerðar á orlofsgreiðslum,
og skal þá fyrst rakið hversvegna
var farið fram á breytingar á or-
lofsuppgjöri.
í ljós hefur komið við athugun á
orlofsuppgjöri því sem hefur verið
— þ.e. orlofslaun miðað við
starfsaldur gerð upp í júlí og leið-
réttingar um áramót miðað við
stöðubreytingar — að menn koma
út með í flestum tilfellum skert
orlof og í sumum tilvikum mjög
skert orlof allt niður í 5.5%. Fyrir
þessu liggja aðallega eftirtaldar
ástæður: Orlofslaunin eru miðuð
við ákveðið starfsár þ.e. að við-
komandi starfsmaður skili ákveð-
ið mörgum starfsdögum í þjón-
ustu útgerðar á ári hverju. í okkar
kerfi þar sem menn innvinna sér
frídaga um helgar á sjó og taka
síðan út virka daga í landi, hafa
þeir því aðeins fengið rétt orlof að
þeir taki út alla sína frídaga. Allir
þeir dagar sem ekki eru teknir þ.e.
greiddir frídagar umfram tekinn
frídagarétt hafa verið greiddir án
orlofs. Það getur hver maður bor-
ið saman sinn launaseðil fyrir sl.
ár og skoðað útkomuna hjá sér. Ég
þori að fullyrða að á þessum tím-
um þegar menn vinna meira og
minna af umframfrídögum þá sé
útkoman sú sama hjá flestum:
vangreitt orlof.
Við það áramótauppgjör á or-
lofi sem nú tíðkast skila stöðu-
breytingar sér mjög misvel hjá út-
gerðum. Einnig hlutfall frídaga á
mismunandi stöður svo og tillegg
og álög sem ekki eru staðbundin
við skip.
Af öllu þessu skoðuðu þurfti að
finna kerfi sem skilaði orlofi af
öllum greiddum launum sem taka
orlof. Það kerfi þurfti að taka mið
af mismunandi löngu starfsári og
mismunandi stöðum.
Ofaná í þeirri athugun var
hreint prósentukerfi þar sem
ákveðin prósentutala miðuð við
Sigurður Ingi Tómasson, Vélstjórafélag-
inu.
orlofsrétt viðkomandi starfs-
manns kemur á öll laun sem taka
orlof.
Almennt
Tekið verður upp prósentukerfi
við útreikning á orlofsrétti þar
sem 24 virkir dagar (laugardagar
virkir) gera 8,33% orlof, 27 virkir
dagar (laugardagar virkir) gera
9.47% orlof og 30 virkir dagar
(laugardagar virkir) gera 10.64%
orlof. í skipstjórasamningi gera 34
almanaksdagar 10.64% orlof. Or-
lof af yfirvinnu og öllum öðrum
greiðslum sem taka orlof verður
samkvæmt orlofsrétti viðkomandi
8.33%, 9.47% eða 10.64%.
Greinar samninganna um or-
lofsrétt skipstjóra hljóða svo:
12.1. Orlofsréttur
12.1.1.
Skipstjóri skal hafa rétt til 34 al-
manaksdaga orlofs á ári sem
samsvarar 10,64%. Orlofsgreiðslur
eru 10,64% af öllum launum, sbr.
þó 12.3.3.
12.1.2.
Orlof telst tekið út á tímabilinu 2.
maí til 30. september, í samráði
við útgerð. Þegar skipstjóri fer í frí
á fyrrgreindu tímabili teljast
fyrstu 34 almanaksdagar frísins til
orlofs, sbr. 12.2.1.
Taki skipstjóri út færri en 34
almanaksdaga í orlof á orlofs-
tímabilinu teljast fyrstu úttektar-
dagar í fríi eftir að orlofstímabili
lýkur til orlofs þar til 34
almanaksdögum er náð, sbr.
12.2.1.
Aðrir yfirmenn
12. ORLOF
12.1. Orlofsréttur
12.1.1
Sérhverjum yfirmanni ber orlof
og orlofsgreiðslur í orlofi á eftir-
farandi hátt:
12.1.2
Eftir eins árs þjónustu hjá útgerð-
inni 24 virkra daga orlof (laugar-
dagar taldir virkir), sem samsvar-
ar 9,47%. Orlofsgreiðslur eru
9,47% af öllum launum, samanb.
þó 12.3.3. Fæðispeningar greiðast
í 31 dag.
12.1.4
Eftir 10 ára þjónustu hjá útgerð-
inni 30 daga orlof (laugardagar
taldir virkir), sem samsvarar
10,64%. Orlofsgreiðslur eru
10,64% af öllum launum, samanb.
þó 12.3.3. Fæðispeningar greiðast
í 34 daga.
12.1.5
Hafi yfirmaður veið í þjónustu hjá
útgerðinni skemur en eitt ár verð-
ur lengd orlofs og fæðispeningar í
hlutfalli við þjónustutíma hans.
Orlofsgreiðslur eru 8,33% af öllum
launum.
12.1.6
Leyfi þetta veitist að sumri til, að
svo miklu leyti sem unnt er, en þó
eftir samkomulagi.
Orlof telst tekið út á tímabilinu
2. maí til 30. september. Þegar
stýrimaður fer í frí á fyrrgreindu
tímabili teljast fyrstu almanaks-
VIKINGUR
13