Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Blaðsíða 47
um til æviloka. Marflærnar halda
sig oft í hópum eða flekkjum og
getur magn þeirra orðið mjög
mikið. Fyrir kemur að fiskur er
úttroðinn af þessum sviflægu
marflóm og eru þær að sjá sem
rauðsvartur grautur í maga. Ein
algengasta tegund þessa dýrahóps
hér við land er um 1 sm að lengd.
Póláta
Svo vikið sé að forvitnilegum
hlutum eða sérkennilegum má
nefna pólátuna. í fyrri grein var
talað um rauðátur sem eru að
jafnaði aðeins um 1 mm að lengd.
Pólátan er rauðátutegund sem er
sannarlega risi meðal sinna ætt-
ingja því hún er um 1 sm að lengd,
og ekki hefur efnið verið skorið
við nögl þegar hún var sköpuð á
þverveginn, því dýrið er hið patt-
aralegasta. Eins og nafnið bendir
til er hér um hánorræna tegund að
ræða sem stundum finnst hér í
nokkru mæli fyrir Norðurlandi.
Marglyttur
Fæstir myndu víst telja mag-
lyttur til átu enda fá dýr sem leggja
sér slíkt glot til munns. Eins og
áður var drepið á nota fræðimenn
gjarnan orðið dýrasvif í stað orðs-
ins átu og er þá strangt til tekið átt
við allt að kvikt í dýraríkinu, smátt
og stórt, sem berst stjómlaust um
upp í sjó. Marglyttumar verða því
að flokkast í þennan hóp, þótt lítt
séu fallnar til átu. Hrognkelsi
virðast þó leggja sér ungar marg-
lyttur til munns. Sumir hafa stað-
hæft að skaparinn hafi búið til
næsta fánýtan hlut, þar sem eru
marglyttumar, því þessar vatns-
kenndu verur komi lítið við sögu
hinnar margnefnndu fæðukeðju,
en lifi að mestu drottni sínum.
Aðrir hafa bent á, að hér væru á
ferð ryksugur hafsins, sem héldu
því hreinu, þannig að örsmáar
rotnandi dýraleifar, sem eru svo
smáar að þær svífa um, nái ekki að
menga sjóinn.
VÍKINGUR
Möttuldýr
Fyrst farið er að tala um mar-
glot skal til gamans minnst á fyr-
irbæri sem margir kynnu að halda
að ætti ættir að rekja til þess, enda
fyllist þá allur sjór af gloti. Seildýr
eru þau dýr sem hafa hrygg eða
seil þ.e. hryggstreng. Til fylkingar
seildýra teljast möttuldýr, tálkn-
munnar og hryggdýr. Líkami
hinna tveggja fyrstnefndu undir-
fylkinga er næsta frumstæður.
Sérstaklega á þetta þó við um
möttuldýr sem eru nánast úr
gagnsæju vatnsgloti eins og marg-
lyttur utan tvö göt eru skrokknum
þar sem sjór rennur í gegn og
verður dýrunum til næringar.
Þessum óásjálegu verum hefur
maðurinn samt skipað þrepi nær
sér en pílormum. Báðir hópamir
hafa ekki af miklu að státa, en þá
eru möttuldýrin sýnu glotlegri.
Ástæðan fyrir þvi að maðurinn
skipar þessum glotverum svo
nærri sér í ættartöflu, er vísir af
seil, eða hryggsúlu sem finnst hjá
möttuldýrum á lirfustigi. Þau bera
þó ekki gæfu til þess að þroska
með sér þetta djásn, sem hverfur
fljótlega, og dýrin komast aldrei af
marglotsstiginu. Sum möttuldýr
eru sviflæg en önnur sitja fastvax-
in eins og plöntur allt sitt líf. Svif-
lægu möttuldýrin sem hér eiga
heima eru flest mjög smá. Suður
við Evrópustrandir og suður í
höfum lifa sviflæg möttuldýr sem
eru allt að 8—10 sm á lengd.
Mikill fjöldi getur orðið af þessum
glotkenndu dýrum sem eru aflöng
eins og pylsur. Á mörgum
Evróputungum heita þessar
skepnur „salpar“ (e: salps, þ:
Salpen). Höfundur kannast ekki
við sérstakt nafn á þessum skepn-
um á íslenskri tungu, sem ef til vill
er eðlilegt, því hér eru vart þeirra
heimahagar. Orðið möttuldýr vís-
ar til undirfylkingar, hvar fleira
leynist, og leyfir höfundur sér því
að nefna þessar skepnur sæsalpa.
Sú tegund sem sést hér einna helst,
er aflöng til endanna (sjá mynd)
og var hér í töluverðu mæli í vor
og fyrri part sumars. Þessi kvik-
indi, sem eru lík smærri marglyttu,
þegar þau eru saman í hóp, setjast
mjög í troll. Sjálf dýrirn springa
oft í trollinu og hluti af glotinu
skolast burt, en tægjur úr innvið-
um dýrsins setjast í möskva svo til
vandræað getur horft. Undirritað-
ur varð vitni að þessu á rannsókn-
arbátnum Dröfn s.l. vor, er bátur-
inn var við rækjuathuganir við
Eldey. Þessi ófögnuður settist svo
mjög í trollið að það var á pörtum
47