Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Blaðsíða 60
Frá formannaráðstefnu
F.F.S.Í.
Kjaramálin
Formannaráðstefna Far-
manna- og fiskimannasambands
íslands haldin dagana 22. og 23.
nóvember 1980 lýsir yfir fullum
stuðningi við kröfur farmanna og
heitir á samninganefnd félaganna,
að fylgja þeim eftir af fullum
þunga.
Jafnframt átelur ráðstefnan
harðlega seinagang og þvergirð-
ing viðsemjenda gegn því að
ganga til raunverulegra samn-
ingaviðræðna við félögin.
Einnig vill ráðstefnan benda
stjómvöldum á þá óheillaþróun,
að á sama tíma sem fjöldi skipa er
seldur úr landi fjölgar stöðugt er-
lendum leiguskipum á vegum
skipafélaganna, sem annast vöru-
flutninga til og frá landinu.
Formannaráðstefna Far-
manna- og fiskimannasambands
íslands beinir því til samninga-
nefndar sambandsins að yfir-
vinnubanni því sem nú stendur
verði ekki aflétt fyrr en gengið
hefur verið til móts við kröfur
sambandsins um öryggismál og
lífeyrismál og félagslegar umbæt-
ur.
Ráðstefnan fordæmir þá ein-
stæðu og smekklausa árás forustu
Landssambands íslenskra útvegs-
manna á hendur sjómönnum og
samtökum þeirra, sem felst í þeim
kröfum sem samtökum sjómanna
hafa verið afhentar og fela í sér
stórfellda skerðingu á kjörum sjó-
manna, ef þær ná fram að ganga
til viðbótar þeirri skerðingu á hlut
sjómanna, sem stjómvöld hafa
ákveðið og fært útvegsmönnum
með hækkun olíugjaldsins. Má
vera, að forustumenn L.Í.Ú. telji
sig nú eiga tryggan stuðning
stjómvalda við þessi einstæðu
kjaraskerðingaráform sín.
Stækkun fiskiskipaflotans
leiðir til kjararýmunar
sjómanna
Síðasta þing Farmanna- og
fiskimannasambands íslands, sem
haldið var á Hótel Esju dagana
Ingólfur Stefánsson, framkvæmdastjórí
F.F.S.Í.
27.—30. nóvember 1979 ályktaði
að þá væri fiskiskipafloti lands-
manna hæfilega stór, síðan hafa
bæst í flota landsmanna 5 togskip
og fyrir séð er að á næsta ári bæt-
ast við 6 togskip auk annarra
smærri skipa.
Stækkun fiskiskipaflotans um-
fram áðumefnd mörk hefur óum-
deilanlega í för með sér kjara-
rýmun sjómanna svo og lands-
manna allra.
í ljósi ofanritaðs lýsir for-
mannaráðstefna F.F.S.Í. allri
ábyrgð á hendur L.Í.Ú. vegna
óraunhæfrar stækkunar flotans,
og telur að útgerðarmenn verði
sjálfir að bera það fjárhagslega
tjón, sem af flotaaukningunni
hlýst, en velta því ekki yfir á sjó-
menn.
Stunda þarf
kolmunnaveiðar
Formannaráðstefna Far-
manna- og fiskimannasam-
bands íslands beinir þeim ein-
dregnu tilmælum til stjóm-
valda, að á næsta ári verði
gerðar raunhæfar aðgerðir,
sem geri það kleift að hluti
loðnuflotans geti stundað kol-
munnaveiðar. En með slíkum
aðgerðum væru sköpuð skil-
yrði til aukinnar nýtingar á
annars vannýttum og afkasta-
miklum veiðiskipum og
tryggði jafnframt hlutdeild
okkar íslendinga í þessum
veiðum.
60
VÍKINGUR