Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Blaðsíða 53
aðeins lónað frá bryggjunni í tíu
mínútur og erum komnir út að
Mjóeyri þegar stór torfa kemur á
dýptarmælinn. Það er slegið af og
kveikt á astikkinu. Þegar Magnús
skipstjóri hefur snúist í kríngum
torfuna svolítla stund, er kallað
klárir. Öll ljós eru slökkt og baujan
látin fara.
Stuttu seinna er byijað að kasta.
Kojan verður að bíða.
Eins og í gamla daga
í október er umhorfs á Eskifirði
líkt og tíminn hafi hlaupið aftur
um 25 ár. Öll fiskverkunarhús eru
undirlögð síldartunnum. Þar sem
hægt er að finna sléttan blett í
þessum bæ, hefur verið komið
fyrir tunnum. Það eru tunnur í
húsasundum og með fram allri
ströndinni. Gúmíklætt fólk á öll-
um aldri er að pækla, aðrir að
velta tunnum eða slá til.
Díxillinn er aftur orðinn tákn
verkafólksins.
Það hefur orðið að ráðai að ég
fái að fara út með Sæljóninu frá
Eskifirði til að fylgjast með veið-
unum og þefa af þessu óvænta
ævintýri. Sæljónið er 150 tonna
stálbátur smíðaður á Akureyri
fyrir nokkrum árum. Þegar hér er
komið sögu hafa lagnetabátar
veitt upp í kvóta sinn og veiði
þeirra stöðvuð. Aðeins hríngnóta-
bátar meiga veiða síld þessa dag-
ana. Sæljónið er að landa.
Sýnd veiði...
Þegar nótin er hálfnuð erum við
komnir upp á þriggja faðma dýpi
og álitamál hvort vitinn á Mjóeyri
lendir inni í nótinni eða ekki.
Magnús skipar að halda í vírinn.
Þama er hreinn botn svo öllu á að
vera Óhætt.
Bíll kemur akandi fram að vit-
anum og ég sé tvo stráka stíga úr
úr honum. Þeir standa í gulri ljós-
keilunni og veifa til okkar flösku,
um leið og þeir spræna utan í bíl-
inn. Ef ekki væri hávaðinn frá
spilinu þegar verið var að snurpa,
hefði ég getað kallað til þeirra.
Þetta eru einkennilegar síld-
veiðar. Nú getur maður staðið
aftur á og hrópað í land milliliða-
laust. En fyrir nokkrum árum var
síldin svo lángt undan landi, að
ógerníngur var að ná sambandi
við land í gegnum talstöðina þegar
bátarnirvoru á miðunum.
Þegar byrjað var að draga,
komu nokkrar síldar í gaminu.
Hún var inni!
Gleðin og spenníngurinn sem
fylgir því að vera á sOd er sá sami
hvort sem maður er að veiða inni á
fjörðum eða norður við Jan May-
en. Áður er hálfnað var að draga
hafði ég nagað neglur mínar upp í
kviku . . . ég sem hafði verið í
naglabindindi í marga mánuði!
En ekkert er öruggt á síld.
Fljótlega kom í ljós að nótin var
rifin. Það var bölvað bæði í hljóði
og upphátt. í stað gleði yfir góðri
veiði komu nú vonbrigðin. Sem
betur fór var ekki nema tíu
mínútna keyrsla upp að bryggju
þar sem gert yrði við nótina.
í þessu kasti kom ekki aðeins
sOd í garnið. Við fengum lOca
gaddaskötur og skarkola, þorsk-
titti og ufsaseiði og hluti sem ég
hef aldrei vitað að feingust í sOd-
arnót; eitt stykki smurningsfötu og
brennivínsflösku ... tóma.
En sOdin, þessi gáfaða skepna
utan úr djúpinu, hafði auðvitað
fundið rifuna á nótinni og synt þar
út.
Þegar búið var að draga var
farið beinustu leið í land og nótin
tekin upp á bryggju.
Þannig fór um sjóferð þá.
Að gera út á gjöf
Það var bræla fyrir utan svo að
flotinn hélt sig inni á Reyðarfirði í
skjóli fyrir veðri og vindum. Eftir
að búið var að gera við nótina var
aftur haldið út. Um allan fjörðinn
lóðaði á síldardreif niðri við botn-
inn, en lítið var um góðar torfur. í
talsntöðinni töluðu menn um að
síldin væri sennilega komin suður
fyrir; þegar veðrið geingi niður
mætti sennilega finna hana suður
undir Papey eða í Buktinni.
Innan um síldarflotann lónuðu
þrír smábátar frá Eskifirði. Þeir
höfðu það hlutverk að vera eins-
konar aðstoðarbátar hjá flotan-
um; skipstjórar þeirra þekktu
botninn á firðinum betur en
munstrin á gólfteppunum heima
hjá sé og þess vegna gátu þeir sagt
til um hvort óhætt væri að kasta á
einum stað eða öðrum.
Þessir bátar voru líka feingnir til
að kippa í síldarbátana og draga
þá út úr nótunum ef með þurfti. í
staðinn feingu þeir síld. Einn
„snaparinn“, eins og þessir bátar
voru kallaðir, hafði „snapað“ um
50 tonn hjá síldarbátum sem feng-
ið höfðu svo stór köst að þeir gátu
ekki tekið allan aflann.
Þeir gera út á gjöfina þessir,
sögðu strákarnir og hlóu.
Demantar í fjörunni
í þá þrjá daga sem ég var um
borð í Sæljóninu fórum við aldrei
leingra en úti á miðjan Reyðar-
fjörð. Og allstaðar var síld, þótt
erfiðlega geingi að ná henni.
Einn daginn hljóp hún saman í
torfur inni í botni Reyðarfjarðar.
Við köstuðum rétt fyrir framan
bryggjurnar og feingum fjörtíu
tonn af demantsíld sem farið var
með í söltun til Eskifjarðar.
Á meðan við vorum að draga
þama fyrir framan bryggjumar á
Reyðarfirði, hvarflaði að mér sú
hugsun, hvort síldin héldi áfram
að gánga heim að eldhúsgluggum
Reyðfirðínga eftir að þeir væru
búnir að fá stóriðju í fjörðinn, eins
og nú er mikið talað um.
Kannski verður svo komið síld-
arárið mikla 1997 að Reyðfirðing-
ar verði að láta sér nægja gulan
verksmiðjureyk fyrir augunum, í
stað síldarbáta?
VÍKINGUR
53