Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Blaðsíða 68
Lögin eru stundum undarleg.
Borgarar í Oklahoma mega bera
skammbyssur því aðeins, að þeim
sé veitt eftirför af Indíánum. í
Kentucky má maður ekki ganga á
eftir múlasna án þess að tala við
hann fyrst.
í borg í N-Carolina er það and-
stætt lögum að lest flauti eða
hundur gelti eftir að dimmt er
orðið. í annari borg í sama ríki er
ólöglegt að hrjóta svo hátt, að það
trufli næturró nágrannanna.
★
Auglýsing fest upp á sláturhúsi
á ísafirði:
— Tökum punga af meðlimum
vorum upp í sláturkostnað.
★
Heili, hjarta og kynfæri munu
vera talin einhver helstu líffæri
mannsins.
— Einu sinni var hjúkrunar-
kona að ganga undir lokapróf í
hjúkrun. Læknir, sem prófaði,
spyr hana nú, hver séu helstu líf-
færi mannsins.
— Heili og hjarta, segir hún.
— Og fleira? spyr læknir.
Stúlkan hikar og segir síðan:
— Æ, að ég skuli ekki muna
þetta, svo oft er þó búið að troða
því í mig.
— Já, ætli það ekki, sagði
læknirinn og kímdi.
68
Karl nokkur, sem var málrófs-
maður mikill gerði oft samanburð
á nútímanum og hinum góðu,
gömlu dögum æsku sinnar.
Honum þótti sem stórkostleg
afturför hefði orðið á öllum svið-
um.
Eitt sinn er rætt var um mat-
vendni, sagði karl.
— Fyrr má nú vera bölvuð
matvendnin í unga fólkinu. Nú
fussa menn og sveia við besta mat,
en í mínu ungdæmi drapst fólkið
úr hor og hungri — og þótti gott
Kona austan úr sveit kom til
Rykjavíkur og fór niður í útvarps-
stöð.
Þegar þangað kom, var hún
spurð að því, hvern hún ætlaði að
hitta.
— Ég veit nú ekki hvað hann
heitir, sagði konan, en það er sá
sem býr til veðrið.
Hæ, Anna, við ættum að slökkva á vclinni, ég held kaffið sé orðið heitt.
VÍKINGUR