Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Síða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Síða 35
Gert að grásleppunni og hrognin látin í bala. Ekki eru liðin nema rúm tuttugu ár frá því farið var að flytja út gráslcppuhrogn að einhverju ráði. menn þá að gera svo vel að henda sleppunni? — Ha, ha! Þetta er að vísu svolítið vandamál hjá okkur. En reglumar eru þannig, að menn mega ekki byrja að verka hrogn fyrr en veiðitíminn er hafinn. Fái þeir grásleppu í rauðmaganetin, verða þeir sjálfir að ákveða hvort þeir henda henni eða nota kan- nski hrognin til að bera þau á tún. Meltan er úrvalsfóður — Þá erum við kannski komnir að svolítið öðru máli, en það er nýting sjálfrar grásleppunnar. Nú hafa verið gerðar tilraunir með svokallað meltu. Hvað er melta? — Já, nú skaltu bara sjá, segir Guðmundur og sprettur upp úr stólnum. Hérna hef ég langa og mikla skýrslu sem gerð hefur verið um meltuna. Það hefur komið í ljós að grásleppumeltan er úrvals skepnufóður, en því miður hefur hún hlotið lítinn hljóm- grunn hjá bændum. Verkun meltunnar fer þannig fram að grásleppan er annað hvort brytjuð eða sett heil niður í tunnu. Síðan er maurasýru blandað út í og eftir 2 til 6 daga er meltan tilbúin. Verkunartíminn fer eftir því hvort þú skerð hana í bita og hvað þú ert duglegur að hræra í grautnum. Tveir bændur í Þingeyjarsýslu eru búnir að prófa þetta fyrir mig og telja þetta vera úrvals fóður, þeir hafa gefið þetta kálfum sem þeir ala upp. En það hefur komið í ljós að meltan er ekki síður hentugt fóður fyrir svín og fé. Það er alveg furðulegt hvað bændasamtökin hafa sýnt þessu lítinn áhuga. Þótt ég sé búinn að tala við þá, og láta þá hafa skýrsl- unar, þá er eins og þetta falli ekki í kramið hjá þeim. Gömul verkunaraðferð — Hvað er það sem bændur VÍKINGUR setja helst fyrir sig í sambandi við meltuna? — Það fylgja þessu auðvitað dálítil óþrif og aukaumstang, svarar Guðmundur. Það þykir ekki eins þægilegt að gefa meltuna eins þurra töðu. Nú, og svo þarf að hafa í þetta vissan útbúnað sem mörgum vex í augum, þótt sá búnaður þurfi hvorki að vera mikill né merkilegur. En þama er í rauninni verið að endurvekja gamlar verkunarað- ferðir, því að í gamla daga var grásleppan hreinlega brytjuð nið- ur og gefin skepnunum. Á Snæ- fellsnesinu sögðu menn að best hefði verið að setja grásleppuna í pott og láta koma upp á henni suðuna. Þá var hún best. Meltan er sem sagt gömul ný sannindi. — Eru engar horfur á að hægt verði að nýta grásleppuna til manneldis á næstu árum? — Nei, ekki nema eins og við þekkjum í dag, með því að salta hana og hengja upp. Svo hefur líka verið gerð tilraun með að grafa hana og þannig er hún víst kóngafæða. — Það verður því ekki á morg- un sem við getum flutt úr sjálfa grásleppuna? — Nei. Að vísu flutti ég tíu tunnur af meltu til Danmerkur, svona til prufu. Kannski að íslenskir bændur fari að kaupa meltuna ef við byrjum á því að flytja hana út og fá hana útlensk- an stimpil ha, ha! 10.000 tonnum af grásleppu hent á síðustu vertíð Annars er flutningskostnaður- inn kannski stærsta vandamálið í sambandi við meltuna. En þar sem stutt er í veiðisvæði eins og til dæmis í kringum Húsavík, ætti þetta ekki að vera neitt mál. Þeir bændur sem hafa nýtt gráslepp- una sem fóður, þeir eru einmitt staðsettir skammt frá Húsavík. Þeir geta sér ferð svona annan hvom dag niður á bryggju og sækja sér grásleppu. Annar bónd- inn sem hefur gert þetta er nú að 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.