Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Síða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Síða 45
Einar Jónsson, fiskifrædingur: Enn um átu Úr ríki hafsins í fyrri grein var aðallega fjallað um rauð- og ljósátu. Þótt segja megi, að þessir hópar séu einna veigamestir í heimi átunnar, fylla þennan flokk margar fleiri lífver- ur, sem vert er á að minnast. Hér á eftir verður því fjallað um helstu lífveruhópa í íslenskum sjó, er mynda átuna, að frátöldum áður- nefndum tveimur hópum, sem þegar hafa verið gerð skil. Sumt af því sem fyrir verður tekið getur þó vart talist mikilvægt, heldur frekar á það drepið til gamans, sökum einhvers sérkennileika. í lok þessa spjalls verður svo lítillega fjallað um áturannsóknir. „GIæráta“ Allir sjómenn kannast við það sem allmennt gengur undir nafn- inu glæráta þeirra á meðal. Fræðimenn eru að vísu ekki sáttir við þessa nafngift og nota hana ekki, af því hún lýsir aðeins litnum eð öllu heldur litleysinu á grautn- um, en í raun geta hér verið um nokkrar óskyldar dýrategundir að ræða. Oftast eru þetta loðnu- eða síldarseiði á fyrsta ári eða sandsíli á fyrsta eða öðru ári. Á þessu ald- ursskeiði eru þessir fiskar svo óásjálegir að sjómenn vita stund- um vart hvað þessir glæru spottar eru, sem hanga stundum svo í möskvum trolla, að þau eru loðin. Eins og fram kemur hér á eftir þarf hér ekki að vera um fiskseiði að ræða. Sé hins vegar svo, má greina fisklagið í glærum bolþræðinum ef nánar er að gáð, þótt stærðin sé sjaldan meiri en á við tommu til tútommu nagla. Þarmurinn er eins og svartur þráður í glærum boln- um og endar í gotrauf aftur undir sporði hjá síldar- og loðnuseiðum en miklu framar á bol sandsíla. Munurinn á síldar- og loðnuseið- um, a.m.k. þeim stálpuðu er, að loðnuseiðin hafa veiðiuggann á bakinu eins og frændi þeirra lax- inn. Einnig er litarblettir (pig- ment) mismunandi. Af því sem áður var sagt um troll loðin af glærátu má ljóst vera, að gífurlegt magn getur verið af henni í sjón- um, enda foreldramir sem standa að þessu ungviði þekktir fyrir mikinn einstaklingsfjölda. Ung- seiði sem þessi reyna gjaman eftir bestu getu að halda sig sem næst yfirborði eða í efstu 10—15 metr- unum. Síldin gengur oft í sín eigin afkvæmi, eða glærátu af hvaða tagi sem hún er. Var það vel þekkt, hversu svikull sá síldarafli var oft, sem fékkst úr síld er var í glærátu sökum þess hve þunnar þær torfur voru og síldin stygg. Síld sem var í rauðátu var hins vegar rólegri, stóð í þykkari torfum og veiddist mun betur. Pílormar Næst skal nefna pílormana, sem í sumum tilfellum mynda glærátu. Til er hópur nokkurra óásjálegra dýrategunda, sem dýrafræðingar hafa verið í vandræðum með hvar skipa skyldi niður í ættartöflu dýraríkisins. Þessi litli hópur er sérstök fylking innan dýraríkisins sem kölluð er „Chaeatognötur“ þ.e. burstamunnar. Á lirfustigi sýnir þessir hópur af sér nokkra þá tilburði í líffæraþróun að ætla mætti að hann ætti skyldleika við hin æðri dýr jarðarinnar. Úr þess- um tilburðum verður þó næsta lítið og líkamsbyggingin er sára- einföld. Menn hafa sett þennan hóp nánast sem undirstöðu þess glæsta meiðs á ættarbarminum sem ber seildýrin, en það eru hryggdýr táknmunnar og möttul- dýr. Algengasta nafnið á þessum dýrum er pílormar, en nokkrar tegundir pílorma eru til hér við land. Flestir eru smáir, aðeins 2—3 sm að lengd og mjóslegnir, þannig að menn verða þeirra lítt eða ekki varir. Hér finnast og pO- ormar allt að 8 sm að lengd og að gildleika á við blínat, en þeir eru með stærri pílormum sem til eru. Fjöldi þeirra getur orðið mikill á stundum og minnist höfundur þess að hafa séð rækjutroll loðið af 45 Stærsti pílonnurinn í íslenskum sjó, Sagitta maxima, allt að 9 sm langur. VÍKINGU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.