Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Qupperneq 49
GÓOLOKUNI
HALSMALI
ALLIR SAUMAR
RAFSOÐNIR
SMEKKURFRAMAN
OG AFTAN. EÐA
STRENGBUXUR
MEO EOA
AN VASA
MORG SNIO
Sjófatnaðurinn frá MAX. Sterkur og þéttur.
Allir saumar rafsoðnir.
MAX. Hámarksvörn gegn slagviðrum.
MAX. Hámarksvörn gegn kuldanæðingi.
MAX auðveldar erfið störf.
MAX
Heildsölubirgdir og dreifing DavidS.JónssonogCo.hf. S 24333.
um 450 sjm. Skipta þarf um spólu í
átuvísunum einu sinni til tvisvar á
leiðinni, eftir því hvor leiðin er.
Þetta verk, svo og annað sem þarf,
annast áhafnir á þeim skipum
Eimskips, er draga tækin, af stakri
prýði. Skilningur og áhugi for-
ráðamanna Eimskipafélagsins
hefur ávallt verið mikill, og raun-
verulega gert þessar athuganir
mögulegar. Starfsmenn Hafrann-
sóknastofnunarinnar hér sjá um
að koma tækjunum að og frá borði
og senda síðan til Bretlands en þar
er unnið úr gögnunum. Þessi úr-
vinnsla er mikið verk, því á ís-
lensku rútunum tveimur er dregið
svona 25—30 sinnum á ári, en þær
eru þó aðeins hluti þeirra leiða
sem dregið er á víðsvegar um
norðanvert Atlandshaf. Hér er því
um fjölþjóða samstarf að ræða.
Þetta munu vera viðamestu átuat-
huganir sem stundaðar eru í
heiminum og eru bresku vísinda-
mennirnir langt komnir með að
gera átukort sem þekja þorrann af
Norður-Atlandshafi og sýna magn
og samsetningu átu frá einum tíma
til annars um áraraðir. Eins og
áður var drepið á í fyrri grein er
átan, og þá sérstaklega rauðátan,
geypilega mikil að magni og yrði
gjörbylting í matvælaöflun heims-
ins, ef tækist að nytja hana beint.
Ef til vill verða hinar viðamiklu
athuganir á átu með átuvísum til
þess að ryðja slíkri nytjun braut-
ina.
A • iinni^ m
Einn af þeim sem komst lífs af,
þegar togarinn Jón Forseti fórst,
var spurður, hvort hann hefði ver-
ið kunnugur tilteknum manni,
sem var skipverji á togarnanum.
— Já, já, sagði hann, — þaðvar
ágætur maður. Ég þekkti hann vel.
Hann fórst með mér á Jóni For-
seta.
VÍKINGUR
49