Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Qupperneq 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Qupperneq 51
Guðlaugur Arason: Sfldin er komin „Nú er síldin komin. Hún hefur verið burtu í seytján ár, ekki sést að neinu marki síðan 1909. En í sumar lætur hún náðarsól sína skína yfir þorpið að nýju. Þessi undursamlega duttlúngafulla Höfundur þessa greina- koms um síldina fyrír austan er Guðlaugur Arason ríthöf- undur, og þótti okkur bera vel í veiði þegar hann fór austur á firði fyrir Víkinginn og skrif- aði um síld, því eins og kunn- ugt er f jallar nýjasta bók hans, Pelastikk einmitt um það ást- arævintýri sem hann átti með síldinni og sjónum þegar hann var polli á Dalvík. Víkingur fagnar því, að Guðlaugur skuli nú hafa ráðist sem blaðamað- ur að blaðinu, ekki bara vegna þess hve vel og lipurlega hann skrífar, heldur einnig vegna þess að hann þekkir sjó- mennskuna, ann henni, og ætlar að tengja Víkinginn með skrífum sínum enn betur sjó- mönniun í starfi á næstunni. skepna utan úr djúpinu. Það er hún sem komin er til að reka smiðshöggið á örlög mannana.“ Þannig hefst smásagan „Saga úr síldinni“ sem Halldór Laxnes skrifaði í síldarhrotunni miklu á Eskifirði seint í ágúst 1926. Þótt orð þessi tilheyri atburðum sem áttu sér stað fyrir 54 árum, gætu þau eingu að síður átt við um sama sjópláss í október 1980, þeg- ar undirritaður kom þángað jafn óvænt og síldin. Þessi undursamlega skepna er nú aftur komin upp að ströndinni og farin að skipta sér að örlögum manna. Og merkilegt nokk; saut- ján ár eru liðin frá því hún hefur látið sjá sig inni á Eskifirði svo nokkru nemi. Kumugir segja mér að Siggi á Víði hafi verið einn af þeim síðustu sem veiddu síld inni á Reyðarfirði í kríngum 1963. Það er ekki selt ódýrara en það var keypt. Sfldaráríð mikla 1997 Þeir sem kynnst hafa síldinni vita reyndar að þeim fiski er aldrei hægt að treysta. En ef svo ólíklega vildi til að sfldin kæmi sautjánda hvert ár inn á firði aust- anlands, er eins gott að eiga nóg af tunnum á því herrans ári 1997; vera búinn að leggja hnífana á og birgja sig velupp af salti. Og þó. Kannski er besta að standa uppi tunnulaus það árið. Þessi silfraða skepna virðist finna það á sér þegar menn hafa mikinn viðbúnað í landi og gera ráð fyrir því að hún veiðist. Og þá lætur hún að sjálfsögðu ekki á sér kræla. En fari menn hins vegar að gera út á þorsk; hætti að hugsa um síldina, selji nætur sínar og noti húsakostinn til að salta í fisk, þá má búast við því að sjá vaðandi síldartorfur úti á firðinum einn góðan verðurdag. Margir síldarspámenn hafa fæðst meðal þjóðarinnar, en allir hafa þurft að éta ofan í sig visku sína þegar þessi fiskur er annars vegar. Samfara tæknivæðingu í flotanum, kom þjóðin sér upp há- skólamenntuðum fiskifræðíngum í stað sjálfmenntaðra síldar- spegúlanta. Og því fleiri sem fiskifræðíngarnir urðu, því minna varð af síldinni, hvort sem eitt- hvert samband er þar á milli eða ekki. Og loks kom að því að menn voru sammála um að síldin væri útdauð. Þetta helvíti þýddi ekki leingur. Sfldin í ríkisstjóm Því hefur stundum verið haldið fram að síldin hafi stjórnað land- inu fyrstu 60 ár þessarar aldar. Efist einhver um sannleiksgildi þessara orða, held ég að allir geti verið sammála um að landið og þjóðin hefðu verið annað og öðruvísi ef eingin síld hefði veiðst. þegar sagnfræðíngar og grúskarar fara ð skrifa sögu landsins eftir svo sem tvöhundruð ár, komast þeir að þeirri niðurstöðu að sfldin setti meiri svip á 20 öldina á Islandi heldur en kjarnorkan, þótt öldin sú ama sé í dag kennd við atómið. Einkum á það við fyrri hluta ald- arinnar. En þótt menn héldu því fram í lok sjöunda áratugsins að síldin væri útdauð, var vitað af fátæk- legum síldarstofni sem ekki hafði VÍKINGUR 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.