Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Page 67

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1980, Page 67
í sandfjörunni seint á óttu seggir skyggndu veðurfar. Brakaði í byrðing traustum er báti var hrint úr naustum, út frá hleinum haldið var. Veðurnornir vildu stundum velja íslandssonum grand. Þá í haustsins hreggi hripaði sjór úr skeggi. Stundum var langt í land. Þá í stóra stormi æstum á stjóminni ég hafði vald. Kinnungurinn kyssti og kjölur sundur risti margan brattan bárufald. Nú hrörna báðir, Sveinn og Svanur ég sé í anda Grettistak. Lífsskeiðið er liðið ljóst er næsta miðið. Hvor um sig er fúaflak. Þannig mælti þulurinn góði. Þandi hann fyr í stormi boð. Horfði út á hafið húmi kvöldsins vafið og tárin hrundu á gamla gnoð. „Afi minn sem átti Svaninn allra fyrstur, löngu síðan bar úr bítum nóg, bara ef gaf á sjó. Engan knör þá fann svo fríðan. Ég var bara átján ára yngsti versins formaður. Unga konu átti og afla sækja mátti viljugur og vonglaður. Afi gaf mér síðar Svaninn svo ég gæti bjargað mér. Blessaði fley og bað að björgin flyttist að. Allt er gott sem eftir fer. Syni mína svo og dætur saddi ég af afla góðum, sem báturinn bar í land, þótt brimaði við sand. Gaman var þá við glæðumar í hlóðum Nú hrörna báðir, Sveinn og Svanur, ég sé í anda Grettistak. En margan málsverð færð’ ann og margan svangan nærð’ ann, þótt nú sé hann orðinn fúaflak. Ég vildi ég væri ungur aftur og við stjórn á þeirri gnoð. Oft á bárum breiðum brakaði í reiðum og sjávarlöður vætti voð. Júlíus Jónsson á Akureyri sendi okkur þetta kvæði Birgis heitins Thoroddsens, en Birgir var sem kunnugt er lengi skip- stjóri hjá Eimskip, síðast á Lagarfossi. Kvæðið er birt með samþykki ekkju Birg- is, frú Hrefnu Thoroddsen. VÍKINGUR 67

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.