Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2003, Page 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2003, Page 37
Kokl mrinn af T úpiter sem eldaði ofai Kolbrún Bergþórsdóttir rœðir \ið Úlfar Jr i í Bush Eysteinsson Úlfar Eystcmsson yfir pottunum á Þremur frökkum. Ulfar Eysteinsson matreiðslumeistari á Þremur frökkum er þjóðþekktur fyr- ir brautryðjendastarf sitt í kynningu og eldamennsku á fiskréttum. í fimmtán ár hefur hann rekið veitingastaðinn Þrjá Frakka við gríðarlegar vinsældir og fisk- réttir hans eru þekktir víða um lönd. Úlfar segist hafa verið alinn upp á hefðbundnum íslenskum mat. Ahugi hans á matargerð vaknaði í matreiðslu- tímum í Flensborg þegar hann var krakki. „Þetta var einn af fáum skólum i landinu þar sem kennd var matreiðsla og ég held að það nám hafi haft áhrif á nrun fleiri stráka en nrig því um tíma voru um 65 prósent af útlærðum, starfandi mat- reiðslumönnum, frá Hafnarfirði,“ segir Úlfar. Það var ekki til að draga úr áhug- anum að komast á sjó en hann fékk oft að fara á síldveiðar á Faxaflóa með kokki sem bjó í sömu blokk og hann. Þá var hann innan við tólf ára og tveimur árurn síðar var hann kominn urn borð í Esjuna sem einn af áhöfninni. Henti pottinum útbyrðis „Ég var þá strax staðráðinn í að verða kokkur,“ segir Úlfar. „Vinur pabba, Helgi Gíslason sem var yfirmaður í Leikhús- kjallaranum, sagði föður mínum að á- huginn gæti bráð af mér en ráðlagði hon- unr að koma mér á sjóinn og láta mig kynnast eidamennsku. Ef ég væri enn á- kveðinn í að verða kokkur eftir túrinn þá hefði ég öðlast þroska tneð ferðinni og ef ekki þá væri málið afgreitt. Svo ég var sumarið Í962 á Esjunni og vann myrkr- anna á milli, skrúbbaði gólf, sá um um kaffi fyrir yfirmennina á nóttunni og þess á miiii stakk maður sér ofan í lest og hjálpaði lil við að losa. Það var gaman að vera með þessum köllum. Þegar ég hætti var mér boðið léttastarf um borð en ég var harður á því að ég ætlaði að verða kokkur. Hann segir eitt atvik vera sérlega minnisstætt frá þessum tíma: „Á Esjunni vorurn við alltaf með sjóðandi vatn í potti. Þetta var stór pottur, 50 lítra og í einhverri höfninni gleymdi ég að setja vatn í hann þannig að hann hitnaði á hellunni og á hann kom stórt gat. Ég skammaðist mín og þegar við sigldum á milli fjarða henti ég pottinum útbyrðis Sjómannablaðið Víkingur - 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.