Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2003, Síða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2003, Síða 43
I’eir voru tveir eftir i brúnni hásetinn og yfirstýrimaðurinn. Það ríkti þögn nema daufur órnur barst frá taktföstum átökum vélarinnar og smellirnir í gíró- áttavitanum heyrðurst greininlega eftir því sem skipið „svansaði“ á stefnunni. Skyndilega kom það. Yfirstýrmaðurinn hallaði undir flatt með mesta móti um leið og hann hálf öskraði á hásetann „hvern djöfulan ertu búinn að gera hel- vítis ódámurinn þinn“?. Hásetinn hrökk í kút og eldsnöggt flugu í gegnum huga hans atburðir dagsins þegar hann reyndi að finna út hvað hann hefði gert af sér. Hann hafði mætt á réttum tíma til skips tekið var bannað að fara undir kaðalinn til að kveðja. Strax og búið var að leysa landfestar fór hásetinn í að skipta fánan- urn eins og skylda landgangsvarðarins var og síðan beint í mat eins og venja var um leið og búið var að sleppa dráttar- bátnum og skipið skreið út á tnilli hafn- argarðana. Eftir það tók við sjóbúning með hinum hásetunum fram að valuinni sem nú var að hefjast. Hásetinn fann hvergi hjá sér sök. En áframhaldið lét ekki á sér standa hjá yfirstýrimanninum. „Þú ert búinn að barna stelpuna bölvaður auminginn þinn“. „Var ég ekki búinn að margsegja venjubundnu afsökunum, „þetta hefði bara gerst, átti ekki að gerast, gættum ekki að okkur og fleira í þeim dúr“. Hann sá unt leið brosið í augum stýri- mannsins sem merkti að það hlakkaði í honum við að hafa komið hásetnaum í opna skjöldu og sett hann úr jafnvægi. Alvara í orðurn yfirstýrimannsins leyndi sér þó ekki. því hann var hræddur um að hásetinn myndi heykjast á náminu með ómegðina 1 pokanum. í því kom félaginn aftur upp í brú með Kristínu Doktors fleytifulla af kaffi fyrir stýrimannin sem tók við henni og dreypti á og talið féll niður. Hásetinn minntist ferðarinnar frá því í desember árið áður, sem yfirstýrimaður- inn hafði talaði um. Hann hafði verið bú- inn að hvetja hásetann í mörg ár til að fara í stýrimannaskólann og sagst myndi styðja hann til þess með ráðum og dáð sem hann sparaði ekki. Hásetinn hafði boðið kærustu sinni með í þessa síðustu ferð fyrir jól, sem var farin lil Akureyrar með jólaávextina og annan jólavarning eins og hefð var fyrir. Hann var þá einnig á 4 - 8 vaktinni með yfirstýrimanninum og á kvöldvaktinni kom kærastan upp til að halda þeim félagsskap og fylgjast nreð störfum í brúnni. Hásetinn kynnti hana fyrir yfirstýrimanninum sem tók henni af sinni alkunnu alúð og manngæsku og tíminn á vaktinni leið fljótt við leiftrandi fróðleik yfirstýrimannsins um drauga og aðrar forynjur á Vestfjörðum, þar sem skipið var á siglingu undan fjörðunum í Frá komu Gullfoss til Reykjavíkur ífyrsta skipti í tnaí 1950. um morguninn og unnið með hinum há- setunum þau hefðbundnu störf sem alltaf voru unnin til að undirbúa brottförina á hádegi. Kl. 10.00 var honum skipað að fara í nýjan og hreinan galla og taka sér stöðu á bryggjunni við landganginn lil að taka á móti farþegununt sem voru að byrja að streyma um borð. Kærasta hans hafði staðið á bryggjunni, komin sex mánuði á leið af fvrsta barni þeirra. Rétt í þann mund sem hann ætlaði að stökkva um borð til að láta taka landganginn hafði kærastan brugðið sé undir kaðal- inn, sem hélt fjölda fólks frá, sem komið var til að kveðja ættingja og vini áður en lagt var úr höfn. Hann hafði snúið sér að henni og tekið utanum hana og kysst hana bless áður en hann hljóp upp land- ganginn, sem samstundis var hífður frá. „Gæti kall kvikindið ætla að skamma hann fyrir það“? Hann vissi að strangt til þér, þegar þú tókst hana með í desember síðastliðnum, að þú mættir ekki barna hana fyrr en þú værir búinn með skól- ann“? Hvernig í ósköpunum heldur þú að þú getir klárað skólann með konu og krakka á framfæri og átt ekki ból fyrir rassinn á þér“? Vá, það var þá þetta sem hékk á spýtunni, hin óhagganlega um- hyggja yfirstýrimannsins fyrir framtið og frama hásetans sent hann hafði ávallt borið fyrir brjósti. Auðvitað var þetta rétt hjá stýrimanninum. Hásetinn var búinn að ská sig í Stýrimannaskólann frá 1. september og var þetta næst síðasta ferð- in áður en hann byrjaði námið. Hásetinn játaði stamandi fyrir yfirstýrimanninum að þetta yrði þungur róður en góðir að í fjölskyldu hans og hennar ntyndu veita þann stuðning sem þyrfti til að ná settu marki. í kjölfarið reyndi hann svo af veikum mætti að verjast með þessum Sjómannablaðið Víkingur - 43

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.