Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2003, Síða 66
Fífldirfska
Viðar Finnsson í Finífsdal átti Scháferhund sem hann fékk eitt
sinn að taka með sér á sjóinn á togaranum Guðbjörgu ÍS 46 um
miðjan vetur. Ekkert markvert gerðist í túrnum en þegar komið
var að bryggju var mikill krapi í höfninni. Fljótlega tókst þó að
koma enda í land að framan og var keyrt á fullu í springinn til
þess að koma skipinu að bryggju að aftan. Gekk það illa vegna
krapans. Viðar beið aftarlega á skipinu ásamt hundinum sem
var órólegur og vildi komast í land.
Þegar tveir metrar eða svo voru eftir í kantinn tók hundurinn
undir sig stökk. Ekki fór þó betur en svo, að hann náði ekki
upp á kantinn og stakkst í krapahrönglið milli skips og bryggju.
Umsvifalaust og án þess að hugsa sig um stökk Viðar í sjóinn á
eftir hundinum. Horfðu skipsfélagarnir á eftir honum þar sem
hann hvarf í krapann. Öskrað var upp í brú og karlinn beðinn
að kúpla frá svo að Viðar og hundurinn kremdust ekki á milli
skips og bryggju eða færu í skrúfuna.
Eftir að hafa svamlað í íshrönglinu nokkra stund náði Viðar
taki á hundinum. Með aðstoð skipsfélaganna voru þeir dregnir
upp á bryggjuna, kaldir og hraktir. Þá sagði Viðar:
Bölvað fífl er hundurinn. Hann hefði getað steindrepið sig á
þessu.
Nýju fötin
Gunnar Halldórsson, sjómaður í Bolungarvík, sem verður átt-
ræður næsta vor, er greinagóður og skemmtilegur karl og
þekktur fyrir meitluð tilsvör. Fyrir nokkrum árum kom Gunnar
í herrafataverslun Guðsteins Eyjólfssonar á Laugaveginum í
Reykjavík. Hann var nýkominn úr erfiðum uppskurði og leit
afar illa út, allur fölur og grár. Gunnar langaði til að hressa upp
á útlitið með því að fá sér ný jakkaföt, því að hann vissi sem
var, að fötin skapa manninn.
Hjá Guðsteini var lipur afgreiðslumaður sem sýndi Gunnari
alls konar jakkaföt, einhneppt og tvíhneppt, dökk og Ijós. Að
lokum sýndi hann Gunnari rándýr jakkaföt og kvað þau vera úr
ákallega góðu efni. Væru þessi föt svo sterk að þau myndu end-
ast í fjölda ára, ef ekki áratugi.
Þá sagði Gunnar:
Sýnist þér nú, vinur rninn, að mig vanti föt sem endast lengi?
Myndin
Eftir eldheita ástarnótt heima hjá konu sem hann hitti á bamum
tók hann eftir því, að á náttborðinu var mynd í ramma af glæsileg-
um karlmanni. Honum fór ekki að verða um sel og spurði:
- Er þetta maðurinn þinn?
- Nei, asninn þinn, svaraði hún syfjulega.
- Er þetta kærastinn þinn?
- Nei, nei.
- Er þetta þá pabbi þinn eða bróðir þinn?
- Nei, alls ekki.
- Hver er þetta þá?
- Þetta er ég áður en ég fór í aðgerðina.
Betur kvæntur
íslensk hjón á ferð í Glasgow fóru í nýlistasafnið þar. Þau
staðnæmdust við stórt málverk af þremur nöktum svertingjum
sem sátu á bekk. Sá í miðið skar sig úr því hann var með bleikt
typpi. Þar sem þau voru að velta þessu fyrir sér kom safnvörð-
urinn að og kvaðst vilja útskýra málverkið. Síðan hélt hann
korters fyrirlestur um hvernig verkið endurspeglaði ofuráherslu
á hinn kynferðislega þátt í lífi og umhverfi svarta kynstofnsins í
hvítu samfélagi. Og bætti því við að sá með bleika typpið væri
vísbending um sérstöðu hommans á meðal karlmanna.
Þegar safnvörðurinn hafði lokið tölunni og látið sig hverfa gaf
skoskur maður sig á tal við þau og spurði hvort þau vildu vita
hvað verkið táknaði.
- Veistu þú eitthvað um það?
- Já, ég málaði þetta. í raun og veru eru þetta ekki svertingjar.
Þetta er þrír skoskir kolanámumenn. Eini munurinn á þeim er sá,
að þessi í miðjunni er betur kvæntur og skrapp heim í hádeginu.
Mismæli
Mér er nú ekkert að landbúnaði.
Þessi peysa er mjög lauslát.
Hann sat eftir með súrt eplið.
Hann barasta kom eins og skrattinn úr heiðskíru lofti.
Þar stóð hundurinn i kúnni.
Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra.
Já, fólk er nú orðið svo loðið milli lappanna.
Svo handflettir maður rjúpurnar.
Ryðfríir
stálbarkar
fyrir_________
Hitaveitur • Pústkerfi • Yatnslagnir
Olíulagnir • Frystikerfi • Loftlagnir
Viðgerðir og smíði á þenslumúffum
Barkasuða Guðmundar ehf.
200 Kópavogur
ör 27
3338 • Fax: 554 4220
896 4964 • 898 2773
Kt. 621297 2529