Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2003, Page 69

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2003, Page 69
Coðajoss í haji. Myndin er tekin ajtur með bakborðssíðunni. Næst er björgunarbátur á ejra þilfari miðskips þar sem örlagaríkir atburðir áttu ejtir að eiga sér stað. Um klukkan ellefu að morgni fimmtu- dagsins 9. nóvember var sjónpípan upp úr sjó á U-300 sem enn var staddur norður af Garðskaga. Reykjavík var í sjónmáli. Skýjað var og mistur. í gegnum sjónpípuna sást flugvél sem virtist taka sveig yfir höfuðstaðnum. Er klukkan nálgaðist tólf sáu kafbáts- rnenn eitthvað á sjónuin sem þeir töldu vert að kanna betur. Nú komu i ljós korvetturnar tvær sem þeir höfðu séð þremur dögum áður. Pær voru í um sex kílómetra fjarlægð og sigldu samsíða með á að giska 400 metra millibili. Hraði þeirra var um lf sjómílur á klukkustund og var þeim stýrt beint í áttina að kaf- bátnum. Á meðan Fritz Hein og menn hans bjuggu sig undir að skjóta lundurskeyti voru skipin komin einurn kílómetra nær - en þá beygði önnur korvettan skyndi- lega í bakborða og fór í gagnstæða stefnu. Eftir nokkrar mínútur sneri hún svo við á ný og sigldi á auknum hraða á eftir hinni korvettunni. Síðan hurfu þær úr sjónmáli kafbátsmanna í suðvesturátt fyrir Garðskaga. Síðdegis sást svo korvetta i fimm kílómetra fjarlægð og tvær orrustuflugvélar við Garðskaga. Eft- ir þetta var tekið að skyggja og U-300 var siglt í kafi, ýmist með öndunarröri eða ekki. Utn borð í Goðafossi var loftskeyta- maðurinn að koma með vélritað plagg sem látið var ganga til áhafnar og far- þega. Fréttir frá umheiminum bárust um borð í gegnum loftskeytastöð skipsins. Komið var með svonefnda Pressu í yfir- mannamessann en einnig í borðsal und- irmanna og í farþegaplássið. Nýjustu fréttir af stríðinu frá fréttastofu í London voru meðal annars þessar. „Kafbátahernaði Þjóðverja er að mestu leyti lokið miðað við það sem áður hefur verið. Aðeins einu skipi hefur verið sökkt að undanförnu.“ Þessar fréttir glöddu marga í áhöfn Goðafoss en skip- stjórann þó rnanna mest. Hann hafði reyndar tekið eftir að flugvélar sem gjarnan höfðu fylgst með skipalestum á leið til landsins virtust nú ekki gera það - dregið hafði verið úr viðbúnaði. Síðdegis fimmtudaginn 9. nóvember var Goðafoss farinn að nálgast ísland en þá var sjór orðinn úfinn. Um klukkan tíu um kvóldið var kominn gríðarlegur stormur með éljagangi. Á vaktaskiptum í brúnni um miðnættið buðu hásetar og stýrimenn hverjir öðrum góðan dag að sjómannasið - á miðnætti var kominn nýr dagur - föstudagurinn 10. nóvember. Sigurður skipstjóri var i brúnni. Fyrir stríð hafði stjórnpallurinn verið opinn en í stríðinu var byggð brynvörn til að verja manninn við stýrið ef árás yrði gerð. Var hún gerð úr steinsteypu og stálplötum. Á henni voru útgönguleiðir hvor út á sinn brúarvænginn og fimm gægjugöt að framanverðu en engir eiginlegir gluggar. Skipinu var stýrt eftir kompás en í björtu fylgdu menn gjarnan næsta skipi á und- an í skipalestinni. Að næturlagi var kompásinn upplýstur og menn stýrðu samkvæmt gráðutölu sem stýrimaður eða skipstjóri sagði þeim fyrir um. Þess var þó vel gætt að engin ljósu'ra slyppi út. Stýrið var fremur stíft - röraleiðni lá ofan úr brú og niður að stýrisvélinni sem var fyrir ofan aðalvélina. Þaðan var keðju- leiðsla aftur á stýrið. Báðum megin við stýrið voru skápar með ýmsum merkjaflöggum sem notuð voru til að gefa til kynna ýmis fyrirmæli, skilaboð eða upplýsingar í skipalestum. Ingólfur Ingvarsson háseti var að taka við stýrinu og leit út urn eitt gægjugatið á brúnni: „Ég tók eftir að nú snjóaði nánast stöðugt. Einstöku sinnum rofaði þó að- eins til. Um klukkan tvö fór Sigurður skipstjóri að hugleiða það að láta skipa- lestina snúa við - sigla upp í veðrið. Hann treysti sér ekki til að sigla með lestina í gegnum Húllið svokallaða, milli Eldeyjar og lands.“ Klukkan tvö um nóttina átti Goðafoss eftir hátt í 50 kílómetra að Reykjanesi. Komin voru austsuðaustan 10 vindstig, rnjög þungur sjór og snjóbylur - bandvit- laust veður. Skyggni var komið allt niður í 500 til 1000 metra - of lítið til að hægt væri að fara með skipalestina fyrir Reykjanesið. Sigurður ákvað að skipin skyldu snúa við. Ingólfur fylgdist með því sem skipstjórinn fyrirskipaði: „Nú voru send ljósmerki á milli skipa. Sigurður skipstjóri bað enska signal- manninn sem var um borð hjá okkur að Sjómannablaðið Víkingur - 69

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.