Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2003, Page 71

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2003, Page 71
Hann lagðist rosalega illa í mig - að það væri verið að mála svart yfir bláu röndina. Mér var ómögulegt að sofna aft- ur. Ég lá andvaka og órólegur í rúrninu þar til ég þurfti að fara á fætur til að mæta í vinnu hjá Loftleiðum úti í Vatna- görðurn klukkan átta.“ Um nóttina hafði Guðmundur Finn- bogason verið að sjá um brauð og álegg fyrir næturvaktirnar en nú fór hann að sinna morgunmatnum. Eftir það var farið að leggja drög að síðasta málsverðinum fyrir farþega og áhöfn - hádegishlaðborði - því gert var ráð fyrir að koma til Reykjavíkur eftir hádegið: „Við höfðum fengið ágætis veður lengst af, bæði á útleið og heimleið, en nú hafði verið suðvestanstormur, rudda- veður, mikill sjógangur og læti í skipinu - Goðafoss valt mikið og tók mikinn sjó inn á sig. Undir morgun hafði veður og skyggni þó batnað töluvert og skipstjór- inn ákvað að fara grunnt fyrir Reykjanes, um Húllið sem kallað er. Guðmundur var farinn að hlakka til að koma heim þennan dag - að komast í land og hitta sína nánustu: „Móðir mín, faðir og bróðir voru öll flutt til Reykjavíkur. í kvöld, þegar við hittumst, yrðu fagnaðarfundir. Ég var líka farinn að hugsa til gamla skipsins míns, Brúarfoss. Hvar skyldi hann nú vera? Ég hafði fengið loforð hjá Guðjóni ráðningarstjóra unt að fá að fara aftur þangað eftir túrinn á Goðafossi.“ Búrmaðurinn Arnar var kominn á fullt við að undirbúa síðustu máltíð þessa túrs sem staðið hafði yfir í átta vikur. „Kveðjumáltíðirnar voru alltaf höfð- inglegar og mikið i þær lagt. Kalkúnn átti að vera í matinn klukkan tólf. En nú tóku áleitnar hugsanir að sækja á malreiðslumanninn - í andaglasinu í Laufási tæpu hálfu öðru ári áður hafði 10. nóvember árið 1944 verið nefndur - dagurinn í dag. Arnari fannsl þessar hugsanir rnjög ó- þægilegar. En þær leituðu á hann aftur og aftur. Búrmaðurinn var korninn með hnút í magann. Um leið og hann vaknaði hafði hann hugsað um að nú væri runn- inn upp dagurinn sem andaglasið hafði sagt fyrir urn að skip hans yrði skotið niður: „Ég hafði verið hvattur til að hætta hreinlega til sjós en ég hafði ekki mikla trú á spám og draumum. En ég gat ekki ýtt þessu frá mér. Við sjómenn erurn gjarnan dálítið hjátrúarfullir. Hvar voru lil dæmis allar rotturnar? liöfðu þær farið í land í New York? Ég reyndi að bægja þessunt hugsunum frá mér.“ Klukkan hálfníu um morguninn var Eymundur Magnússon 1. stýrimaður að fara af vakt og Stefán Dagfinnsson, 2. stýrimaður, að laka við. Nú var skyggnið orðið hátt í þrír kílómetrar. Sigurður skipstjóri hafði ákveðið að skipalestin skyldi sigla fyrir Reykjanes: Goðafoss, kaupskipið Ulla og fylgdarskipin Honn- ingsvaag og Northern Reward. Ingólfi hafði fundist nóttin fremur erf- ið: „ l’að hafði munað sáralitlu þegar við vorurn að snúa að við lentum í árekstri við annan togarann um nóttina. En nú kom í ljós að Shirvan hafði ekki snúið upp í veðrið og beðið og heldur ekki Baltara. Eftir voru aðeins Ulla, Goðafoss og tvö vopnuð fylgdarskip. I’egar við sigldum norður fyrir Reykja- nesið komumst við í tímabundið land- var.“ (Fyrirsögn er blaðsins) Sjómannablaðið Víkingur - 71

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.