Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2003, Síða 73
nam aflinn samtals 167.705 tunnum síld-
ar.
Næstu tvö árin var útvegurinn í liku
horfi, en 1884 ollu hafísar, sem hindruðu
veiðar, norsku sildveiðimönnunum mikl-
um erfiðleikum, auk þess sem þeir
misstu fjölda skipa og urðu að þola stór-
fellt tjón á veiðarfærum og öðrum bún-
aði í fárviðri sem skall á í Eyjafirði 11.
september um haustið. Eftir þetta fór að
draga úr veiðum Norðmanna hér við
land um sinn. Síðari helming 9. áratugar
19. aldar var sildarafli til muna minni en
verið hafði, auk þess sem Norðmenn
sættu nú vaxandi samkeppni af hálfu ís-
lendinga og stjórnvöld tóku að þrengja
kosti þeirra á ýmsa lund. Um 1890 var
lokið fyrsta þættinum í athafnasögu
norskra síldveiðimanna hér við land, og
jafnframt fyrsta þætti í íslenskri síldveiði-
sögu á síðari öldum. íslendingar héldu
þó ótrauðir áfram veiðum og síldarafli
þeirra fór vaxandi á siðasta áralug 19.
aldar.
Norðmennirnir, sem hér stunduðu
veiðar á 19. öld, fluttu hingað til lands
og kynntu íslendingum veiðitækni, sem
þeir þekktu lítt eða ekki til áður, en voru
þó tiltölulega fljótir að tileinka sér. Veið-
arfærin, eða öllu heldur útvegurinn,
nefndist nótalög, en gekk í daglegu tali
hér á landi undir nafninu „nótabrúk“,
sem var afbökun á norska heitinu not-
bruk. Nótalögunum var af kunnugum
manni lýst svo:
Við nótalagið var höfð skúta frá 50-70
smálestir að stærð, og 3 nótabátar, sem
tóku 70-90 tunnur hver, 1 vindubátur,
sem tók 15 tunnur, og 2 litlir róðrabálar.
4 nætur voru venjulega hafðar með
hverju nótalagi, 1 stór nót, 160-170
faðma löng og 20 faðma djúp, 1 millinót
120 faðma löng og 15 faðma djúp, 1
„lásanót" 70-80 faðma löng og 10-12
faðma djúp og 1 úrkastnót 25 faðma
löng og 5 faðma djúp. Þar að auki lil-
heyrðu ýms verkfæri og línur, þar á með-
al sterk lína, á að giska 300 faðma löng,
til þess að draga að landi nótarendana,
netriðnar ausur með hæfilegu skafti voru
notaðar til þess að ausa síldinni upp úr
nótinni með, svo og mjóar línur, festar-
tæki og flotáhöld, „skemill“ til þess að
styggja síldina út frá nótinni, vatnssjón-
auki til þess að sjá með til bolns ef nótin
festist o.fl.
Eigendur nótalaganna voru margir, út-
gerðarmenn, kaupmenn, iðnaðarmenn,
bændur, menn af öllum stjettum.
Skipshöfnin, sem vann að veiðinni við
fullkomið nótalag, var 16-18 menn, og ef
það var stórt, eða ef tvö nótalög unni í
fjelagi, var alt að því 36 manna, sem
störfuðu við það. Sá sem stjórnaði veið-
inni, var kallaður „nótabassi“ og ef tvo
nótalög unnu i fjelagi, var annar formað-
urinn kallaður „yfirbassi".
Við þetta er því að bæta, að nótalögin
voru flutt úr einum stað í annan og oft
Snurpubátarnir komnir að skipshlið, og skipverjar hája sildina.
þurfti að leita langtimum saman að síld-
inni. Við það byggðu menn á ýmiss kon-
ar reynsluvísindum. Verkun síldar, sem
veiddist í nótalögin, lýsti Matthías Þórð-
arson þannig:
Þegar nótaveiði fór fram á sumrin, voru
menn alment vanir að láta síldina vera í
nótinni 3-4 daga, áður en hún var tekin
og söltuð, því hún var venjulega full af
átu, sem rotnaði innan í henni og skemdi
síldina, ef hún náði ekki að meltast áður
en síldin var söltuð. Jafnskjótt og síldin
var komin í land, var hún skorin á háls,
flokkuð nákvæmlega eftir stærð, og svo
söltuð jafnóðum. Tunnurnar voru gerðar
úr góðri furu, vel staðnar með vatni, svo
þær væru vel þjettar. Síldin var lögð í lög
og var saltað á milli laganna og við báða
botna. Daginn eftir að síldin var söltuð,
voru tunnurnar slegnar aftur, og fyltar
með saltlegi, sem var svo sterkur, að sölt-
uð síld flaut í honum. St. Uebes- og
Liverpoolsalt, sinn helmingur af hverju
og fjórðungur úr tunnu, var notað í
hverja síldartunnu.
Þessar voru veiði- og verkunaraðferðir
Norðmanna og þær tóku íslendingar upp
eflir þeim.
íslendingar liefja síldveiðar
Athafnir norsku síldveiðimannanna
höfðu, sem vænta mátti, mikil áhrif á ís-
lendinga og opnuðu augu þeirra fyrir
þeim möguleikum, sem fólust í veiðum
og verkun á þessum fiski. Heimildir
greina að vísu ekki frá því að íslenskir
menn hafi átl beinan þátt í síldarútvegi
Norðmanna á Austfjörðum, en margir
unnu hjá þeim við veiðar og verkun, og
kynntust þannig útveginum frá fyrstu
hendi. Ber þá að hafa í huga, að á þess-
um tíma var verslun á Austfjörðum enn
að langmestu leyti í höndum danskra
kaupmanna. Þeir virðast af einhverjum
ástæðum ekki hafa haft hug á því að
keppa við Norðmenn um síldina, og
sama máli gegndi um Gránufélagið
eyfirska, sem haslaði sér völl í verslun á
Austfjörðum, einkum á Vestdaldseyri við
Seyðisfjörð og á Papósi, á 8. áratug 19.
aldar. Á Austfjörðum lögðu forráðmenn
þess alla áherslu á viðskipti með hefð-
bundna verslunarvöru.
Norður við Eyjafjörð var málum öðru
vísi farið. Hákarlaveiðar og þilskipaút-
gerð, sem frá var sagt í 1. bindi þessa
verks, bættu efnahag bænda við utan-
verðan Eyjafjörð og í vestustu sveitum
Suður-Þingeyjarsýslu á 6. og 7. áratug
19. aldar. Það eíldi þeint kjark og bjart-
sýni, sem m.a. birtist í stofnun Gránufé-
lagsins árið 1870. Árangurinn af starf-
semi félagsins þótti lofa góðu á 8. ára-
tugnum og þegar kom fram um 1880 var
kominn fram í Eyjafirði litill hópur
manna, sem hafði til að bera áræði og
fjárhagslegt bolmagn til að ráðast í nýj-
ungar í alvinnumálum. Þar fór Tryggvi
Gunnarsson, kaupstjóri Gránufélagsins,
fremstur í flokki, en naut atfylgis traustra
stuðningamanna.
Þessir menn voru fljótir að átta sig á
þeim möguleikum, sem 1 sildveiðunum
fólust. Sumir þeirra voru einnig kunnug-
ir i Noregi og voru fljótir að koma sér í
samband við norska síldarútvegsmenn.
Þá spillti það ekki heldur fyrir, að a.m.k.
sumir þessara manna höfðu handbært fé,
eða voru i aðstöðu til að hefja síldveiðar
fyrir eigin reikning.
Norðmenn munu fyrst hafa reynt síld-
veiðar að nokkru marki i Eyjafirði sutn-
arið 1879. Veturinn áður dvaldist Einar
B. Guðmundsson, bóndi og alþingismað-
ur á Hraunum í Fljótum, í Álasundi og
kynntist þar ýmsum Norðmönnum. Þeg-
ar heim kom, skrifaði hann fróðlega
grein um síldveiðar Norðmanna, sem
birtist í 3.-4., 5.-6. og 23.-24. tbl. Norð-
lings árið 1880. Þar hvatti hann landa
Sjómannablaðið Víkingur - 73