Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 8
 WÁTTlJIiIÍFli. Var dálítill drengur. I>ví að þótt eg sé fæddur og uppalinn á ís- landi, þá var þetta }>ó í fyrsta sinn, að mér skyldi auðnast að sjá Geysi. — Eg stóð ekkert við heima að Laugum, heldur lagði þegar af stað til hinna víðfrægu hvera, til að kynna mér hverasvæðið, að svo miklu leyti sem rökkrið leyfði; svala forvitni minni með ]>ví að ná svo réttri mynd af því svæði, sem mér væri unnt, samkvæmt þeirri þekkingu, sem eg hafði aílað mér um það af bókum, eir- stungum, málverkum og munnlegum frásögnum. l>egar eg kom nærri hverunum, þá þótti mér all-kynlega við bregða. Svartir gufumekkir hvíldu yfir öllu svæðinu. Alls staðar ólgaði og sauð í jörðinni í kring um mig. I suðuniðinn blönduðust aftur og aftur hljóð, einna líkust því, að reiður kæmi upp úr sjó og blési í logni og þoku á næturþeli. l>að voru minni hverirnirr Litli-Geysir og Litli-Strokkur, sem létu svona og fáeinir smáhver- ir aðrir. J>eir gusu með 3—5 mínútna millibili, og þeyttu vatni fá- ein fet í loft upp. l>að vakti undrun mína og var mér óvænt sjón, að sjá flöt nokkra snjóhvíta og öldumyndaða, hún var all-stór ummáls og dá- lítið hallandi; það glampaði á hana í húminu og gufunni. Eg steig út á hana; hún kom mér fyrir sjónir eins og ís, — lind, sem hefði bólgnað upp af frosti, — en eg var staddur hjá Geysi um hásum- ar, og hitann úr jörðunni lagði upp í iljar mér, gegnum stígvélin. Eg vissi, að þetta var kísill (hverhrúður) úr hveravatninu, en eg sá fyrir mér að eins ís eða klaka. Svo blekkjandi er þessi sýn, sem vera mun einstök í sinni röð, þegar hún er athuguð í rökkum dimm- unni. I>essi kísill var hvorki kominn frá Geysi né Strokk, heldur frá all-stórri, heitri uppsprettu, er Blesi heitir. Hann gýs ekki; vatnið í honum er sí-kyrrt, og fellur hægt yfir suðurbarm hans, og hefir smátt og smátt gert þetta undur-fagra kísilsmíði. Eg kom að Geysi. Upp að honum liggur 12—14 feta há brekka; hún er til orðin úr gráleitum, blönduðum hverhrúðri, og liggur þar hver skánin ofan á annari. Eg komst nú upp á barminn á skálinni, sem hverinn er í. Eg hitti svo á, að skálin var barmafull, og hér og þar flóði út af börmunum. Skálin er kringlótt og svipuð sýgli í laginu; hún er víðust að ofan, en mjókkar niður eftir. Vatnið í skálinni var alveg kyrrt á yfirborðinu; það var tært og slétt eins og spegill; engin suða heyrðist, engar bólur sáust; ekkert raskaði næturró öldungsins. Við og við heyrði eg háværar dunur niðri í djúpinu, þrjár og fjór- ar í senn, nokkuð áþekkar fallbyssudunum í fjarska; voru þær sem

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.