Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 23
lf NÁTTLTRUFÍi. hellna- oíí pípugerð. — Er þetta eftirtektarvert, því að Danir eru með fremstu þjóðum í sementsgerð. Er eigi svo að sjá, að hin sivaxandi sementsframleiðsla þar í landi miði til að rýra leir- iðnaðinn, því að síðan 1913 hefir leiriðnaðurinn nálega tvöfald- ast að verði. Til samanburðar skal þess getið, að árið 1929 voru íluttar til Islands leirvörur fyrir meira en liálfa miljón (kr. 581.511), og þar að auki þakhellur fyrir 6—7 þús. kr. Margt af þessu mundi mega búa til úr íslenzkum leir hér heima. Komist leiriðnaður á fót hér á landi, er geti framleitt vörur eftir þörfum landsmanna, er það víst, að notkun leirs í ýmsum myndum, til húsagerðar og annarra hluta, mundi stórum aukast frá því sem nú er. G. G. B. - -. -1 ' Hættír krtimma Hættir krumma, þegar hann er frjáls og fleygur, eru mönn- um kunnir: athugull, kaldrænn en þó kompánlegur; kerskinn, klæk- inn, kænn og kýmilegur; fer hann óskelfdur leiðar sinnar og er- inda um loft og láð, og bregður lítt háttum sínurn, hversu sem til ber. — Fáum myndi koma til hugar að óreyndu, að krummi gæti samþýðst menn, og átt sæmilega sambúð við hunda, eins og hund- um er þó uppsigað við harin, og láta espast við ertni hans og til- burði, þegar hann er frjáls og óhindraður, og þykist hafa í öllum höndum við þá. Á síðastliðnu sumri, um miðjan júlímánuð, hittist úti í haga, frá Skriðu (klaustri) á Fljótsdalshéraði, hrafn, sem var ófleygur — vængurinn annar var skekktur og lamaður. — Sá, er krumma hitti í þessum nauðum, rak hann heim að bæ. Þar var honum tekið svo sem íslenzkri gestrisni sæmir, handtekinn að vísu, en leiddur í híbýli og veittur beini að góðum, íslenzkum sveitasið. Af líkum má ráða, að krummi hafi verið all-kvíðinn um sinn hag, og ekki laus við tortryggni gagnvart gistivinum sínum, þó viðtökurnar væri betri, en hann ef til vill hefir búizt við. En hér var einskis úrkosta nema að taka því, sem að höndum bar, hversu sem tiltækizt. Krummi var nú látinn sitja í stofufangelsi í nokkra daga. Var honum borinn þangað sá beini, sem líklegt þótti, að honum 2

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.