Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 38
32
ftÁTTÚRUi-’K.
,,Ógnar langur áll“. í ágústmámiði síðastliðið sumar veiddi Jón Hjalta-
lín Sigurðsson héraðslœknir, óvanalega stóran ál í Hnausakvísl í Húnavatns-
sýslu. Veiddist állinn á öngul. Állinn var ekki nákvœmlega mældur, en eftir
því, sem læknirinn hefir skýrt mér frá, mun hann liafa verið 100—125 cm.
að lengd, og 5—0 cm. í þvermál, þar sem hann var gildastur. Hefir liann
eftir því verið með allra stærstu álum, sem hér hafa veiðst. Dr. Bjarni Sæ-
mundsson segir svo í fiskabók sinni: „Stærsti áll hér hefir verið um 110
cm., og tæp 4 kg., og sagt er, að annar hafi veiðst, sem var 130 cm., og 4—5
kg“. Erlendis er talið, að allra stærstu álar verði allt að 200 cm. langir (5—
6 kg.), en í Danmörku eru fullvaxnir álar venjulegast 50—100 em. langir.
]\leðal álanna eru svilf'iskarnir miklu minni en liryggnurnar. •— Það væri
mikill fengur fyrir Náttúrugripasafnið að eignast risaála slíka sem Hnausa-
kvíslarálinn. Þeir, sem næðu slíkum feng, og vildu senda liann safninu, gætu
sent hann saltaðan í kassa, eða nýjan, ef leið væri stutt. G. G. B.
Klæðnaður úr gleri. 1 Þýzkalandi hefir kona nokkur sótt um einka-
Jeyfi til þess að búa til klæðnað úr gleri. I einkaleyfisumsókninni taldi hún,
að falnaður þessi gæti orðið að miklum notum fyrir þá, er þyrftu á sólböðum
að halda til lækninga, því hún gerir ráð fyrir, að fötin verði gerð úr svo
nefndu „ultragleri“, sem hleypir í gegnum sig ósýnilegu geislunum, fyrir
utan fjólubláa enda litrófsins. Sumir efast um, að slíkur klæðnaður komizt
bráðlega í tízku. Þó er nú tal'ð framkvæmanlegt að búa til íatnað úr gleri.
Nýlega hefir mönnum tekizt að teygja eða spinna þræði úr gleri, er þola
sveigju og vefa má úr dúka. Séu þeir ofnir úr nógu smágervum glerþráðum
eða glersilki, þola þeir sveigju, svo að eigi er talin liætta á, að glerið sting-
ist í hendur manns, þó það sé handleikið. Slíkur glervefnaður hefir verið not-
aður sem skjóllag utan á hitaleiðslupípur, og reynzt vel til slíks. Pöt úr
því ættu því að vera sæmilega skjólgóð. („Die Koralle' ‘).
Vínandarannsókn á blóði. Fyrir skömmu liefir prófessor nokkur í Lundi,
Widmark aö nafni, fundið aðferð til þess að skera úr því með blóðkönnun,
hvort monn nýlega hafi neytt .áfengis (alkohols). Af blóðdropa, sem tekinn
er úr fingri manns eða eyra, má bæði sjá hvort hann hefir neytt áfengis og
hve mikils. Er þegar farið að nota aðferð þessa til að fá skorið úr vafaat-
riðum við réttarrannsóknir. Bílstjóri nokkur í París, sem ók á mann til bana,
liélt því fram, að maðurinn hefði slangrað fyrir bílinn eins og hann væri ölv-
aður. Blóðrannsókn á líkinu sannaði, að svo liafði verið.
(Die Koralle).
Gullið í sjónum. — Leiðrétting. Þegar eg reit greinina um gullið í sjón
um, 1. árg. Náttúrufr. (bls. 109), fór eg eftir heimildum í þrem merkum
erlendum bókum og tímaritum. Var þar gullmagnið í sjónum samkvæmt rann-
sóknum Liversidge talið 0,5—0,1 grain (enskt þyngdarmál). í einni þessari
heimild, í norska tímaritinu ,,Naturen“, var 1 grain talið 3,8879 grömm; fór
eg eftir þessu, án ]>ess að athuga ]>að nánar. En þetta er ekki rétt; 1 grain er
= 0,0048 grömm = 04,8 milligrömm. — Þetta veldur skekk.jum á tölunuin
á bls. 170, línu 20 ofan fráí í ofannefndri grein. Fyrir: „tæpum 2 gr. upp að
3% gr (1,9439 gr. — 3,8879)“ komi: 32,4—6,48 mgr. (0,0324—0,00648 gr.).
Eru menn vinsamlega beðnir að leiðrétta þetta. G. G. B