Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 19
kÁTTÚKUFlt 13 ingu nokkurra slíkra leirtegunda áður (I. árg., bls. 41, 44 og 62), Er sumur hveraleirinn mjög vel fallinn til leirkeragerðar og skap- ar ýmsa möguleika í þeirri iðn fram yfir aðrar leirtegundir. Fyrir all-mörgum árum rannsakaði Björn Kristjánsson, fyr- verandi alþingismaður, íslenzkar leirtegundir og nothæfi þeirra til tígulsteinagerðar. Sönnuðu tilraunirnar, að leirinn væri vel nothæfur til slíks. Eigi fengust menn til að sinna þessu og Alþingi fékkst ekki til að styrkja byrjunartilraunir á tígulsteinagerð hér á landi. (Búnaðarrit, 15. ár, Rvík. 1901). Nú lágu framkvæmdir í þessu máli í dái fulla tvo tugi ára. l>á kemur Guðmundur Einarsson til sögunnar. Eg býst við, að sumum þyki fróðlegt að heyra hver tildrög- in og undirbúningurinn hefir verið að byrjun á framkvæmdunum í leirkeragerðinni hér á landi, sem menn hafa fengið að sjá á- vextina af, í vinnustofu Guðmundar, síðustu missirin. Verður því nokkuð frá því skýrt hér á eftir. Meðan Guðmundur var ungur drengur heima í Miðdal, lék hann sér að því, að búa til smámyndir úr leir, og reyndi að brenna þær á glóð með mó sem eldsneyti. Varð að vonum eigi meiri ár- angur af því, en hverjum öðrum barnaleik. Árin 1919—1924 dvaldi hann í listaskóla í Munchen í Þýzkalandi, og var myndhöggvaralist aðal-námsgrein hans. Hon- um varð þá þegar ljóst, að eigi væri hægt að hafa ofan af fyrir sér heima með því að höggva myndir. Hað er seinunnið verk, og höggmyndirnar svo dýrar, að fáir verða til að kaupa. Þótti hon- um álitlegri sú aðferð, sem listamenn hafa notað síðan í fornöld, að móta myndir úr leir og herða þær í eldi. Kennara hans leizt vel á þetta, og hvatti hann til að kynna sér leiriðnað þar í borginni. Kom hann honum í kynni við for- stöðumann beztu leirkeraverksmiðjunnar í Munchen, sem talin er önnur bezta verksmiðja í þeirri grein, í Þýzkalandi. Bauðzt verksmiðjustjórinn til að leiðbeina honum í öllu því, er leirkeragerðina snerti, og sagði, að þar gæti hann lært allt það sem hann vildi og hefði tíma til að nema í þeirri iðn. Var Guð- mmdur þar síðan daglegur gestur. Naut hann þess að nokkru, að hann var Islendingur. En það þótti þessum kennara hans ein- kennilegastar fréttir frá íslandi, að þar væri nóg af leir, en eng- inn lemðnaður. I sumarleyfinu 1921 fór Guðmundur heim til íslands. Safnaði hann þá um 40 leirsýnishornum og hafði með sér til Miinchen. Voru þau rannsökuð og reynd, og vann Guðmundur að því í hjá-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.