Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 22
1(5 f\TÁTTÍJRUFR. landf, má segja, að þessi vísir sé eins og barn í reifum, sem eigi verði sagt um, að hverju gagni geti orðið. Framtíðarmöguleikar þessarar iðnar hér á landi virðast vera allmiklir. En áhugi Guð- mundar til að hrynda þessum framkvæmdum áfram er ekki ein- hlýtur. Árangurinn hlýtur að fara mjög eftir því, hvort vér land- ar hans höfum fullan skilning á þessu starfi hans og gagnsemi þessarar iðnar og viljum efla hann til framkvæmdanna. Eg hefi ritað nokkuð ítarlega um þetta efni af því eg tel það mikilsvert, að vér reynum að hagnýta þau nýtilegu jarðefni, sem í landinu eru, til þess að vinna úr þeim einhver verðmæti handa sjálfum okkur eða handa öðrum þjóðum. Hefi eg áður bent á ým- islegt af því tæi í þessu tímariti. Menn hafa áður lagt nokkra vinnu í það að leita eítir fágætum og dýrum jarðefnum í landi voru, og er það þarft verk. En miklu meira virði er það ef mönnum tekst gera verðmæt þau efni, sem eru auðfengin og vér höfum mikla gnægð af. Einmitt í þá átt beinast tilraunirnar, sem nú hafa ver- ið gerðar með íslenzka leirinn. Erlendis eru menn þegar byrjaðir á því að nota raforku til leirbrennslu. Gæti svo farið að leirbrennsla hér heima yrði að ein- hverju leyti verkefni handa vatnsorkunni okkar, og yrði á þann hátt til að styðja að fossavirkjun hér á landi (sbr. Náttúrufræð- ingurinn I, bls. 44). Til þess að sýna, að leiriðnaður geti verið nokkurs virði í búskap einnar þjóðar, set eg hér yfirlit yfir verðmæti leiriðnað- ar í Danmörku árið 1926 (tekið eftir: Danmarks Geologi, Kbh. 1928). — Postulínsvörur........................... kr. 7.754.000 „Fajance“.................................. — 816.000 Leirvörur af betri tegund (frá Bornhólmi) . . — 700.000 Leirvörur af meðalgæðum.................... — 1.300.000 Tígulsteinn, leirpípur, þakhellur af leir o. fl. — 24.000.000 Móleir..................................... — 550.000 Samtals kr. 35.120.000 Samkvæmt þessu hefir leiriðnaður þar gefið af sér rúmar 35 miljónir króna á einu ári. Á sama tíma hafa Danir framleitt sement fyrir ca. 21(4 miljón króna. Unnu þá 287 verksmiðjur og vinnustaðir að leiriðnaði, þar á meðal 262 að tígulsteina-, þak-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.