Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 29
NÁTTÚJIUFR. 23 anna. T>ví fleira, sem lendir í klóm þeirra af sjúklingunum, því færri verða eftir, er sýkt geta frá sér og útþreitt veikina. Sönnun fyrir þessari kenningu hafa menn fengið í ýmsum öðrum löndum. í ýmsum friðlöndum eða þjóðgörðum, þar sem rán- fuglar eru friðaðir jafnt öðrum fuglum, eru fuglafarsóttir ekki nándar nærri eins ítækar eða alvarlegar, eins og í þeim héruðum, þar sem gengið hefir verið að því, að eyða ránfuglunum. í Noregi gengu menn kappsamlega að því að eyða ýmsum ránfuglum, meðal annars til að friða sem mest rjúpuna fyrir þeim. Fækkaði mörgum þeirra að miklum mun, og sumar rán- fuglategundir voru komnar að því að hverfa úr sögunni. Fyrsti árangurinn af þessari ránfuglaeyðingu var rjúpnafjölgunin mikla er náði hámarki 1911. — En svo komu alvarlegri eftirköst. — Riúonasýkin tók að breiðast út, og sjúku fuglarnir fengu óhindr- aðir að sýkja frá sér. Heilbrigðislögreglan — ránfuglarnir — voru að hálfu leyti úr sögunni. Veikin herjaði óhindruð um landið sum- ar eftir sumar, og rjúpnafækkunin var miklu meiri en nokkru sinni áður. Þannig getur stundum farið, þegar raskað er því skipulagi, sem náttúran sjálf hefir sett. Að þessu sinni skal ekki rætt um það, hvort líkur séu til að rjúpnafækkunin hér á landi sé af svipuðum eða sömu orsökum og í Noregi. Vænti eg að geta vikið að því síðar. En æskilegt væri að fá upplýsingar frá mönnum í ýmsum héruðum landsins, um það, hvenær rjúpunni fór að fækka, hvenær fækkunin náði hámarki, og hvort rjúpunni sé farið að fjölga til muna aftur. Hafa menn veitt því eftirtekt, að rjúpurnar væru ungafáar sum- urin áður en fækkunin varð? Hafa menn orðið varir við sjúka rjúpuunga að sumrinu? Hafa rjúpur eða rjúpuungar fundizt dauðir þessi ár og á hvaða árstímum helzt? Ætli fækkunin hafi byrjað í öllum landshlutum jafn snemma? Muna menn eftir lík- um rjúpna fellisárum áður? Vona eg að lesendur Náttúrufr. íhugi þessar spurningar og sendi svör við þeim, eftir því sem efni eru til. G. G. B.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.