Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 17
n-Attúrupr. 11 Ker og kannu úr islenzkum leir. íslenzkur íeír og leíríðnaðtir. íslenzki leirinn hefir aldrei verið mikils metinn hér á landi. Hann hefir þvert á móti þótt hvumleiður á marga lund. Reynd- ar vita margir, að leirinn muni vera að nokkru gagni fyrir gróð- urinn. En þess minnumst vér ekki á vorin, þegar leirinn bólgnar upp og verður að vellandi graut af vatnsaganum; vér verðum að vazla aurinn í ökla eða dýpra, og bæði vagnar og hestar sitja fast- ir í aurhlaupunum á vegunum. Silfurtærar árnar, lækirnir og drykkjarvatnið seyrast af leirrennslinu í vorleysingum og vatnavöxtum og skifta um lit. Á fótum vorum berst leirinn inn í híbýli vor, kámar gólfin, svo tæpast verður haft við að halda þeim hreinum, þornar þar, rykast upp og mengar andrúmsloftið í hús- um inni og gerir það óhollt til öndunar. Á götum úti þyrlast leir- inn upp og verður að rykskýjum, er svífa yfir borg og bý, og fylla vit manna og klæðnað af leirdusti. I>að er mest á þennan hátt, að við höfum kynnst íslenzka leirnum. En oss hefir verið það lítt kunnugt, að erlendis hefir leirinn um langan aldur verið verðmæt vara. I>ar hafa góðar leir- námur orðið mörgum þjóðum til miklu meira gagns og hagsbóta

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.