Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 6
58
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Vestan til og efst í hömrunum norðan í Úll'arsfelli kemur fram
þunnt (1—1,5 m) lag, sem virðist vera jökulberg. Sunnan og aust-
an í fellinu kemur þetta berg einnig fram á nokkrum stöðum, eins
og sýnt er á kortinu, þar sem það er merkt T 2, en á jarðfræðikort-
inu er þetta ekki sýnt sérstaklega. Brotlínur liggja um Úlfarsfell
þvert á nokkrum stöðum, og þess vegna eru jökulbergslögin austan
og sunnan á fellinu nú ekki í beinu áframhaldi af laginu vestan
til á því. Tvær brotlínur eru sýndar á jarðfræðikortinu, en þær eru
lieiri. Það atriði skal þó ekki rakið hér.
Rétt ofan við Fellsmúlabæinn kemur þetta jökulberg fram, og
liggur þar 2—2,5 m þykkt lag af því ofan á blágrýtinu. Neðst er
það mestmegnis úr köntóttu grjóti, og eru steinarnir í því oftast
nær 10—30 cm í þvennál. í því eru smálinsur af sandsteini og leir-
steini, og basaltið í steinunum er hvað öðru líkt. Yfirleitt er bergið
ekki ólíkt því, að um væri að ræða broturð jökuls. ísrákir hafa þó
ekki fundi/.t þarna, hvorki á steinum né lieldur á undirlagi urðar-
innar. Ofar í laginu ber meira á núnu grjóti í því, og þar er það
yfirleitt úr fínna efni, og eins ber þar mun meira á mismunandi
blágrýti. Gæti þetta bent til þess, að grjótið í þessu væri lengra að
flutt en það, sem undir er. Að langmestu leyti er um blágrýti að
ræða, en nokkuð er þarna líka af líparítmolum og jafnvel líparít-
vikri. Þessir molar eru smáir, venjulega 2—6 cm í þvermál. Berg-
lögunum hallar þarna 10—12° suðaustur.
Örstuttu ofar og vestar er jökulbergslagið líka á yfirborði á all-
stóru svæði. Þar er sýnileg þykkt þess um 4 m, og í því eru steinar
allt að 80 cm í þvermál. Undirlag þess sést ekki, en það sem mest
líkist jökulbergi liggur ofan á brúnleitum sandsteini, sem er ógreini-
lega lagskiptur og minnir á túff. Þessi sandsteinn verður án skarpra
takmarka að gráleitu jökulbergi, og eru rúllaðir steinar þar í mikl-
um meirihluta.
Á báðum þessum stöðum ber mest á molum úr gráleitu basalti
í jökulberginu. Holurnar í þessum basaltmolum eru yfirleitt ekki
fylltar, en aðeins klæddar kristalsskán. Sandsteinslínsur eru á stöku
stað í jökulberginu, þær eru oft brúnleitar og minna á móberg. Einn
stór steinn þarna er með greinilegum ísrákum. Á norðausturhomi
fellsins kemur jökulbergið fram á nokkrum stöðum.
Sökum hallans á berglögunum eru jökulbergslögin ekki sýnileg
austan á Úlfarsfelli, en milli Úlfarsfells og Hafrahlíðar er allmikið