Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 61 4. mynd. Mót jökulbergslaganna og bólstrabergsins norðan í Sandfelli. Contact betveen the pillow-lava and the varved sediment in the bottom of the tillite series. Locality Sandfell. Ljósm.: Jón Tónsson Photo: I Esjunni eru á nokkrum stöðum setlög og þar á meðal jökul- bergslög, t. d. ofarlega í fjallinu fyrir ofan Mógilsá. Fljótt á litið virðist ekki ólíklegt, að þar sé um sömu lög að ræða og í Úlfars- felli og Hafrahlíð, en ekki skal það mál rætt hér. Það er augljóst, að þessi berglög öll eru frá sjónarmiði íslenzkrar jarðfræði nokkuð gömul. Þau virðast naumast geta verið yngri en frá mótum tertier og kvarter. Hér er þá átt við, að þau takmörk séu eins og venja er að telja þau á Norðurlöndum, en ekki farið eftir samþykkt jarð- fræðingamótsins í London 1948 um það atriði. Þau jökulbergslög, sem mestri útbreiðslu ná á umræddu svæði, eru miklu yngri en þau, sem hér að framan hafa verið gerð að umtalsefni, og án nokkurs efa frá kvarter. Á kortinu eru þau merkt T 3.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.