Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 13

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGU RINN <55 8. mynd. Jökulbergsklöpp vestan við Kliíberg Brimnesi. Part of the fossiliferous tillite (T 3) W of Klifberg Brimnes. Ljósm.: Tón jónsson Photo: J J að lögin eru þarna undir grágrýti, sem urið er af jöklum síðustu ísaldar. Við Leirvogsá, nokkuð austan við Varmadal, sér í jökulbergs- klöpp, sem áin fellur upp að (1955). í berginu eru ísrákaðir steinar. Ofar í árgilinu, norðan og vestan við Mosfell, kemur fram völu- berg (konglomerat) undir grágrýtinu. Ekki sést, hversu þykkt það er, en ætla má, að það liggi ofan á áður nefndu jökulbergi. Um aldur þessara laga er það að segja, að þau eru eldri en grágrýtið, sem þarna er á yfirborðinu. Grágrýtishraunið, sem runnið hefur niður dalinn milli Esju og Mosfells, virðist þar hafa runnið yfir aura og sanda, sem myndazt hafa, er jöklar fyrri ísaldar gengu til baka. Hraunið hefur verið mjög þunnfljótandi, og sést það af því, að steinvölur úr aurunum, sem það rann yfir, eru nú fastlímdar í neðraborð þess. Má sjá þetta vestan megin í árgilinu austantil, gegnt Mosfelli (6. mynd). I Viðey, rétt norðan við Virki, sjást sandsteinslög undir grágrýt- inu milli þess og hins tertiera bergs. Þetta má einnig sjá vestan við

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.