Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 14
66
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Viðeyjarsund. Brimnes, norðan Kollafjarðar, er einnig úr grágrýti,
og virðist ekki ólíklegt að um sama hraunstraum sé að ræða og
þann er runnið hefur niður dalinn norðan við Mosfell. Á yfirborð-
inu er um venjulegt grágrýti að ræða, en neðri hluti iiraunlagsins
er bólstraberg (7. mynd). Þetta er þó sýnilega eitt og sama hraun,
sem hér hefur að öllum líkindum runnið í sjó fram, og hefur sjáv-
arborð þá verið svipað og nú er eða lítið eitt lrærra. Vestan und-
ir Klifbergi, í fjörunni þar, kemur franr jökulbergsklöpp undir
bólstraberginu (8. mynd). Það lítur nákvæmlega eins út og áður
nefnd lög við Aragötu, Oddagötu og víðar, og eins og þar er mikið
af skeljabrotum í því og jafnvel lreilar skeljar. Á flóði fellur sjór
yfir þessi lög, og oft munu þau lrulin sandi og fjörugrjóti. Hins
vegar eru lausir steinar úr þeim víðs vegar í f jörunni.
Austan við Grundará á Kjalarnesi er flöt malaralda, sem nær frá
þjóðveginum og niður að sjó. í hömrunum þar má sjá, að grágrýt-
ishraunið hefur runnið upp að þessari öldu, og er hún því eldri en
það. Þunnt lag af aur, með leir og möl, liggur frá öldunni inn
undir grágrýtið. Jökulalda þessi er m. ö. o. frá fyrri ísöld, a. m. k.
að mestu leyti, en vafalaust hefur hún ummyndazt mikið við átök
síðustu ísaldarjökla og eins við það, að sjór gekk yfir hana við eða
eftir lok síðustu ísaldar. Undir þessari jökulöldu er fagurlega rák-
að og heflað tertiert blágrýti, sem sjá má við sjóinn vestan við hana.
Ekki virðist ólíklegt, að þau jökulbergslög, sem hér hafa síðast
verið gerð að umtalsefni, séu frá sama tímabili, þ. e. frá sömu ís-
öld. Hins vegar verður að svo stöddu ekkert um það fullyrt, frá
hvaða ísöld hins kvartera jökultíma þessi jökulbergslög séu, þó að
það liggi vitanlega hendi næst að ætla þau vera frá næstsíðustu ís-
öld, þ. e. þeirri ísöld, sem í Evrópu gengur undir nafninu Riss-, en
í Norður-Ameríku Illinois-ísöldin.
SUMMARY
Tillite in the neighbourhood of Reykjavík
by Jón Jónsson
The State Electricity Authority, Geolhermal Department.
In the neiglibourhood of Reykjavik tillite or tillite-like sediments have
been found in several places. These sediments are of different age, and the
most important localities have been indicated on the map (Fig. 1) as T I,