Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 16

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 16
68 NÁTTÚ RUFRÆÐIN G URI N N Flóru íslands liefur hún einkum lundizt á Austur- og Suðaustur- landi og umhverfis Eyjafjörð. Auk þess eru nokkrir fundarstaðir hennar á Vesturlandi og á miðhálendi landsins. Músareyrað og hinar skyldustu tegundir þess hafa víða valdið grasafræðingum nokkrum heilabrotum, og gefið tilefni til ýmissa atliugana og rannsókna. Skal hér nú greint frá niðurstöðum eins manns um þessi efni, en þær snerta allmjög grasafræði íslands, þar sem þessar tegundir finnast hér, eins og þegar er sagt. Sænskur grasafræðingur, Eric Hultén, hefur áratugum saman unnið að rannsóknum á arktískum plöntum og dreifingarsvæðum þeirra og gefið úr stór rit um þau efni. Þegar hann var að fást við músareyrað (C. alpinum), kom margt sérkennilegt í Ijós um útbreiðslu þess og skyldra tegunda. Varð honum brátt ljóst, að músareyrað heyrir til hópi tegunda, sem mikill ruglingur er á um nafngreiningu, og hversu skilgreina skuli. Þó er ekki svo að skilja, að tegundirnar sjálfar séu ekki skýrt markaðar hver frá annarri, þegar þær eru „hreinar“, heldur eru þær tengdar saman með ótal milliformum, sem erfitt er að skilgreina og valdið hafa mestu um rugling þann, sem á þessu er. Telur Hultén, að alllíkt sé ástatt með fræhyrnu-ættkvíslina og víði-ættkvíslina, en þar er sem kunn- ugt er mikill fjöldi af milliformum, sem tengja tegundirnar saman, og hafa þau yfirleitt verið skilgreind sem bastarðar. Hann fer þó ekki þá leið að sinni með fræhyrnutegundirnar, heldur nefnir milliformin afbrigði, unz nákvæm rannsókn á litningum hefur fram farið, en hún ein gæti skorið endanlega úr um mörg þessi vafaatriði. Skal þá fyrst gerð grein fyrir plöntum þeim, af umræddum tegundahóp, sem á íslandi finnast, og verður þeim lýst hverri fyrir sig eftir ritgerð Hulténs. Músareyra (Cerastium alpinum L.). Eitt höfuðeinkenni þess- arar tegundar og þeirra afbrigða og tegunda, sem henni eru skyld- ust, eru hárin á laufblöðunum. Hár þessi eru úr mörgum frum- um, löng, hrokkin, loftfyllt og gljáandi og aldrei límug. Hár þessi kallar Hultén „alpinum“ hár, og mætti kalla þau eftir því „músar- eyrahár" á íslenzku. Hultén leiðir gild rök að því, að háralag þetta sé gagnmerkt tegundareinkenni. Sýnir hann fram á, að á því svæði í arktískum löndum, þar sem engin slík hár finnast á fræ- hyrnutegundum, finnist músareyrað ekki, og engin af þeirn teg-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.