Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 17

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 17
NÁTTÚRUFRÆÐ I NGURINN 69 undum, sem því eru skyldastar. En það er í austanverðri Síbiríu og vestanverðu Alaska. Alls staðar annars staðar í arktískum lönd- um eru plöntur með músareyrahárum, og þar vex einnig músar- eyrað og nánustu frændur þess. Leiðir Hultén þá ályktun af þessu, að músareyrahárin séu ekki einungis einkenni á músareyr- anu sjálfu, lieldur komi þau fram á þeim afbrigðum og plöntu- tegundum, sem því liafa blandazt á einhvem hátt. Önnur lielztu einkenni á músareyra eru: Blóm stór, bikarinn ferstrendur, oft margir blómlausir stofnsprotar með hærðum blöð- um, en aldrei með neðanjarðarrenglum. (Þegar renglur fyrirhittast á músareyraplöntum, telur Hultén það örugg einkenni um kyn- blöndun). Hýðin löng, ofurlítið bogin, háblöðin greinilega himnu- rennd. Höfuðeinkennin telur liann samt: Músareyrahárin, bikar- lögunina og hina hærðu stofnsprota. Deiltegundir nrúsareyrans eru samkvæmt skilgreiningu Hulténs þessar: ssp. squalidum, ssp. lanatum (Lam.) Aschers & Graebn. og ssp. alpinum, enn fremur afbrigðin: var. robustum og var. stri- gosum. Afbrigði þessi og deiltegundir byggja hver sitt svæði að kalla má. Á íslandi hefur einungis ssp. lanatum fundizt, og hefur Hultén þó kannað öll plöntusöfn frá íslandi, sem geymd eru á Norðurlöndum. Annars er ssp. lanatum miklu útbreiddast allra þessara afbrigða, bæði í Asíu, Evrópu og Ameríku. Ssp. alpinum hefur einungis fundizt í Fennóskandíu og fjöllum Mið-Evrópu, og ssp. squalidum í Pyreneafjöllum. Afbrigðið var. robustum finnst í Grænlandi og var. strigosum í arktískum löndum Ameríku. Af- brigðið var. robustum telur Hultén muni vera bastarðinn C. al- pinum x C. arcticum, en þó miklu líkari C. alpinum. Eftir út- breiðsluháttum þessum að dæma, er naumast líklegt, að annað finnist hér á landi en ssp; lanatum, en afbrigðið var. robustum gæti fundizt hér. Þó virðast mér sum þau eintök, er ég hef milli handa, ekki alls ólík ssp. alpinum, enda ekki fráleitt, að það gæti verið hér einnig. Snoðfræhyrna (Cerastium, glabratum Hartm.). í Flóru ís- lands, eins og í öðrunr flórum norrænna landa, er þetta talið hár- laust afbrigði af músareyra og kallað var. glabratum. í sérstakri ritgerð hefur Hultén leitt rök að því, að hér sé um sjálfstæða teg- und að ræða. Skulu þau rök ekki rakin hér, en þau virðast vera fullgild í alla staði.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.