Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 18

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 18
70 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN Helztu einkenni snoðfræhymu eru: Blómin stór, bikarinn fer- strendur. Plantan algerlega liárlaus (eða mjög lítið hærð) með mjó- um neðanjarðarrenglum. Stöngulblöðin mjó, ydd, stöngullinn upp- réttur, efri stöngulliðirnir langir. Háblöð með himnufaldi. Það, sem einkum greinir þessa tegund frá músareyranu, er, auk hár- leysisins, að hún er grennri og beinvaxnari. Sting ég upp á, að hún verði kölluð snoðfræhyrna á íslenzku. Af snoðfræhyrnu telur Hultén 4 albrigði: var. glabratum, var. piliferum, var. microphyllum og var. serpenticola. Af þeim hafa einungis tvö hin fyrsttöldu fundizt á íslandi. Annars hefur þessi tegund fundizt á íslandi, í Fennóskandíu og austur í Norður-Rúss- land, vestanvert. Fjallafræhyrna (Cerastium arcticum Lange). í Flóru íslands er þessi tegund nefnd C. Edmondstonii (Wats.) Murb. & Ostf., og er það í samræmi við þá nafngift, sem þá tíðkaðist. Hultén sýnir fram á, svo að naumast verður móti mælt, að hið rétta nafn teg- undarinnar sé C. arcticum Lange, en C. Edmondstonii eigi ein- ungis við tegund, sem er einlend á Suðureyjum við Skotland, ef hún er þá annað en afbrigði af C. arcticum. Fj al 1 afræhyrnan er lág, þéttvaxin planta, oft þýfin með grönn- um neðanjarðarrenglum. Blöðin breið, stutt, ljósgræn eða jafnvel með gulleitum blæ, neðstu blöðin stundum rauðleit. Blöðin rand- hærð með stuttum, gildum fáfrumuhárum, sem eru gildust við grunninn, en mjókka til oddsins. Blómin stór, oft aðeins eitt blóm þroskað í blómskipaninni. Bikarblöðin breið, greinilega hvelfd, svo að bikarinn er hálfhnöttóttur, þegar blómið er fullþroskað. Bikarblöðin með gljáandi himnufaldi, ofurlítið randhasrð við grunn- inn. Blómstilkurinn bursthærður einkum efst. Hýðið stutt og beint, þó lengra en bikarinn. Hultén nefnir fimm afbrigði af þessari tegund: var. arcticum, var. alpinopilosum, var. vestitum, var. procerum. og var. sordidum. Þrjú hin fyrsttöldu hafa fundizt hér á landi. Heildarútbreiðsla C. arcticum er frá Skandinavíu, þar sem útbreiðslan er þó mjög tak- mörkuð, um ísland, Grænland og austurströnd Labrador og Ame- ríku, svo og austustu eyjarnar þar. Þá hefur tegundin einnig fundizt í Skotlandi, Orkneyjum og Svalbarða. í Flóru íslands er tegund þessi nefnd kirtilfræhyrna. Þar eð kirtilhárin eru ekki gleggsta einkenni hennar, en einkenna betur

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.