Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 23

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 75 lega svipinn á fjörugróðurinn á þessum slóðum. í sjálfri fjörunni eru það tegundir af ættkvíslunum Fucus og Ascophyllum, sem mest ber á, en fyrir neðan fjöruborðið, í djúpgróðurbeltinu, taka við aðrar mjög stórvaxnar tegundir, og eru þær af ættkvíslunum Laminaria, Alaria og Macrocystis. Brúnþörungarnir tilheyra botngróðrinum (benthos), þ. e. plantan er fastvaxin á steini eða einhverjum öðrum föstum hlut. I miklum sjógangi rifna þörungarnir oft upp og skolar þeim á land í hrönn- um. Fylgir þá oftast eitthvað með af fótfestunni, s. s. steinar, skeljar o. fl. Mjög margir brúnþörungar, einkum þeir smávöxnustu, vaxa sem ásætur (epiphyta) á öðrum plöntum, m. a. á öðrum brúnþör- ungum. Þannig lifa margar tegundir af brúnþörungum sem ásætur á Fucus. Nokkrar tegundir brúnþörunga hafa borizt á haf út, og fljóta þeir þar við yfirborðið í stórum torfurn. Halda þeir þar áfram að vaxa, án þess að hafa nokkuð samband við botninn. Kemur þetta fyrir í innhöfum, eins og t. d. í Eystrasalti, en þekktasta svæðið er Sargasso- hafið, er liggur miðja vegu á milli vesturstrandar Norður-Afríku og Vestur-Indlandseyja. Dregur hafsvæði þetta nafn af ættkvíslinni Sargasso, en brúnþörungar af þeirri ættkvísl lifa þarna í geysistórum breiðum. Hafa þörungar þessir enga kynæxlun lengur, en breiðast út við vöxt jDalsins. Bygging og vöxtur. Brúnþörungarnir eru að sjálfsögðu gerðir úr þali, sem aðrir þör- ungar, en bygging þeirra og lögun er mjög margvísleg og stærðin mismunandi. Allir eru þeir fjölfrumungar. Lægstu brúnþörung- arnir eru aðeins örsmáir þræðir, gerðir af einfaldri röð af frumurn og meira eða minna greinóttir. Aðrir eru örlitlar flatar skófir, eitt eða fleiri frumulög á þykkt, fastvaxnar á neðra borði. Einraða frumu- þræðir liggja oft margir saman og mynda einskonar vef. Vaxa þeir aðeins á lengdina, en til hliðanna límast þeir hver við anxran. Kall- ast Jrað Jrráðjral (pseudoparenkym). Er slíkt þráðþal algengast hjá ættkvíslunum Chordaria, Elachista og Desmarestia. Æðri brúnþör- ungar eru gerðir af venjulega Jrali, þar sem frumurnar skipta sér bæði þvers og langs. Vex plantan við það bæði á lengd og þykkt, og verða sumir [xessarra Jrörunga mjög stórvaxnir. Á fullkomnustu brúnþörungunum gætir nokkui'ar verkaskipt-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.