Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 32
84
NÁTTÚRUFRÆÐINGUR I NN
Fjörufax. Desmarestia aculeata.
Þalið greinóttir þræðir, allt að 1 m á lengd, neðantil sívalt 2—3
mm á breidd, ofantil flatt mjókk-
andi með grönnu miðrifi. Hlið-
argreinarnar margar og langar,
stakstæðar. Ungu greinarnar á
vorin með stakstæðum eða gagn-
dúskum, sem falla af, þegar kem-
ur fram á sumarið, en eftir sitja
þá uppvísandi þymar á báðum
röndum greinarinnar. Hárdúsk-
arnir gulgrænir, plantan annars
dökkbrún. Leðurkennd eða
brjóskkennd. Vex á nokkru dýpi.
(Skollahár. Kerlingarhár).
Algengt alls staðar meðfram
ströndinni.
7. mynd. Desmarestia aculeata. a hluti
af plöntu að sumri til, hárdúskarnir
fallnir af. b greinarendi að vori, alsett-
ur hárdúskum. (Ca. hálf stærð).
(Taylor).
5. œttbálkur. Dictyosiphonales.
Kynliðurinn mjög smávaxnir þræðir. Gróliðurinn alltaf stærri,
en aldrei mjög stór. Gerð hans mjög breytileg: blaðlaga, þráðlaga,
pípulaga, greinóttur eða ógreinóttur. Þar sem þalið er mörg frumu-