Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 36

Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 36
88 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN b) Engin miðtaug í blaðinu og engin smáblöð á leggnum. c) Blaðið heilt. 1) Leggurinn ekki holur. B e 11 i s þ a r i (Laminaria saccharina). 2) Leggurinn holur. Eyjaþari (Laminaria jaroensis). cc) BlaSið handskift eða klofið meira eða minna. 1) Slímpípur í leggnum. o) Leggurinn gildastur neðst. Kerlingareyra (Laminaria hyperborea). oo) Leggurinn hérumbil jafngildur. Surtarþari (Laminaria nigripes). 2) Engar slímpípur í leggnum. Hrossaþari (Laminaria digitata). Mannk jarni. Alaria esculenta. Rætur eru margkvíslaðar, leggurinn sívalur upp úr eða stundum 11. mynd. Alaria esculenta. Efsti og neðsti hluti plöntunnar. Mikið minnk- uð. (Hauck). flatvaxinn ofan til, oft alldigur. Blaðgrunnurinn er venjulegast fleyglagaður. Blaðið er venjuleg- ast afarlangt. Blaðtaugin er mikiu þykkri en hinir þunnu hlutar blaðsins og annaðhvort köntótt (að neðan) eða ávöl (að ofan). Mjög oft er blaðið slitið og rifið af ölduganginum að ofan, og tíðum er efii hluti blaðsins ekki annað en miðtaugin. Smáblöð (gróblöð) mismunandi að stærð og lögun eru á leggnum ofantil. Marinkjarninn er meðal hinna stærstu þörunga hér við land. Lengd leggsins er frá 10—120 centimetrar á þroskuðum plönt- um, breidd blaðsins frá 8—34 centimetrar og lengd frá 30—500 centimetrar. 6 metra langar plöntur eru alls ekki sjaldgæfar. Mjög algeng meðfram allri ströndinni.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.