Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
89
Ránarkjarni (Alaria Pylaii).
Þessi tegund er minni en hin fyrrtalda, blaðið er oftast egglaga
og blaðgrunnurinn hjartalaga. Miðtaug blaðsins er ávöl niður úr,
gróblöðin oft talsvert breiðari en á undanfarandi tegund, og öfug-
egglaga. Leggurinn er á lengd 10—66 cm, blaðið er 14—34 cm á
breidd og 30—100 cm á lengd. Blaðið er breiðast innfjarða, þar
sem sjólaust er.
Algengur meðfram allri ströndinni.
Beltisþari (Laminaria saccharina).
Leggur aðaltegundarinnar er sívalur venjulegast og frá 5—113
cm á lengd. Blaðið er 10—50 cm á breidd og allt að 200 cm á lengd
Blaðgrunnur fleyglagaður á mjórri plöntum, en hjartalaga á hinum
breiðari. Miðbik blaðsins eftir endilöngu er þykkt og leðurkennt
og yfirborðið óslétt með smálægðum og listum á milli. Jaðrar blaðs-
ins eru þynnri og bylgjóttir. Nýja blaðið vex í apríl—maí. Tegundin
er breytileg. Mjóblöðótt afbrigði f. linearis vex við brimsamar
strendur "við fjörumark. Er þá blaðið mjótt og sterkt. Breiðblaða
afbrigði, f. latijolia vex á Vestfjörðum og Austfjörðum í djúpgróðr-
inum.
Aðaltegundin algeng meðfram allri ströndinni.
Eyjaþari (Laminaria fœroénsis).
Þessi tegund líkist mest beltisþaranum, sumpart aðaltegundinni
og sumpart breiðblöðótta afbrigðinu. Aðaleinkenni tegundarinnar
er, að leggurinn er holur. Leggurinn er á lengd 60—136 cm, blaðið
á breidd 40—86 cm og á lengd 130—300 cm.
Við A. og N.-ströndina.
Kerlingareyra (Laminaria hyperboreai).
Stórvaxinn þari, allt að því 5 metra langur, leggurinn (þöngull-
inn) sívalur, gildastur neðst og fer smá mjókkandi upp á við.
Blaðið er bæði breitt og langt og klofið í margar misjafnlega breiðar
ræmur af ölduganginum. Ræturnar eru í ákveðnum langröðum.
Nýja blaðið ekki fullvaxið fyrr en í apríl—júní eða jafnvel júlí (á
Norðurlandi).
Við A., N. og NV.-ströndina, algeng við SV. og S.-ströndina.