Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 91 Hrossaþari ('Laminaria digitata). Líkist mjög kerlingareyranu, en er þó smávaxnari venjulegast. Leggurinn er 6—60 cm á lengd, sívalur, stundum flatvaxinn ofantil. Blaðið er breitt og langt (50—200 cm), og margklofið af öldugang- inum í mjóar ræmur. Tegundin er mjög breytileg. Við brimasamar klettastrendur vex afbrigði af þessari tegund við fjörumarkið og allra efst í djúpgróðurbeltinu. Afbrigði þetta er afar fast á steinunum. í sjóleysu innfjarða vex annað afbrigði með afarbreiðu blaði, óskiptu eða klofnu í tvennt. Leggurinn er sívalur að neðan, en nokkuð flatvaxinn að ofan, oftast nær gildastur kringum miðju og 27—50 cm langur. Blaðið er 50—70 cm á lengd og allt að 70 cm á breidd. Afbrigði þetta vex í 2 til 10 faðma dýpi á Vestfjörðum og Austfjörðum. Aðaltegundin algeng meðfram allri ströndinni. 7. œttbálkur. Fucales. Stórvaxnar plöntur. Án ættliðaskipta. Rýriskiptingin fer fram við myndun kynfrumanna, svo að kynliður verður enginn. Gró mynd- 6 7 9 13. mynd. Æxlun bóluþangs. 1 þverskurður gegnum hólf (konceptakel) með egghirzlum. 2 egghirzla með hárfrumum umhverfis. 3 laus egghirzla nieð 8 egg- frumum. 4 eggfrumurnar losna og berast út í sjóinn. 5 þverskurður gegnum hólf með frjóhirzlum. 6 nokkrar frjóhirzlur úr hólfinu. 7 frjófrumurnar losna og berast út í sjóinn. 8 eggfruma með mörgum frjófrumum umhverfis. 9 okfruman búin að skipta sér og ný planta að byrja að vaxa. 1 og 5 lítið stækkaðar, hinar rnikið. (Bonnevie og Nordhagen).

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.