Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 40
92 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ast engin. Frjóhirzlur og egghirzlur myndast margar saman í kúlu- laga hólfum (konceptakel) niður í þalinu og opnast þau út á yfir- borðið. Hólfin eru mörg saman og mynda svokallaðan frjóbeð á greinarendanum, sem oft er uppblásinn. Frjóhirzlur og egghirzlur myndast oft hvorar á sinni plöntu (sérbýli), eða þær myndast á sömu plöntunni (sambýli) og þá stundum meira að segja í einu og sama hólfinu. Frjóhirzlur og egghirzlur losna í heilu lagi og berast út í sjóinn. Þar fyrst losna frjóin og eggin og frjóvgunin getur farið fram. FUCACEAE: Ascophyllum (1), Fucus (4), Pelvetia (1). FUCACEAE. Þangœttin. Allstórar íjöruplöntur. Þalið greinist ekki í blað og legg, en er margkvíslað, þykkt og leðurkennt. Rætur ókvíslaðar, eins og kúft flaga að lögun. a) Glögg miðtaug í öllum þalgreinum. c. Með blöðrum utanmeð miðtauginni. 1. Blöðrurnar litlar, hnöttóttar, oftast tvær og tvær, sín hvoru megin við miðtaugina. Bóluþang (Fucus vesiculosus). 2. Blöðrurnar, stórar aflangar og óskipulega settar. Skúfaþang (Fucus inflatus). cc. Engar blöðrur. 1. Frjóbeður einkynja. o. Þalgreinar ótentar. Afbrigði af bóluþangi. oo. Þalgreinar tentar. S a g þ a n g (Fucus serratus). 2. Frjóbeður tvíkynja. o. Frjóbeður liérumbil hnöttóttur, þalgreinar oft undnar. Klapparþang (Fucus spiralis). o. Frjóbeður hérumbil hnöttóttur, þalgreinar oft undnar. Skúfaþang (Fucus inflatus). b. Engin miðtaug i þalgreinum. o. Frjóbeður einkynja, stórar, aflangar blöðrur i miðjum þalgrein- um. Allstór jurt, vext í þangbeltinu. K 1 ó þ a n g (Ascophyllum nodosum). oo. Frjóbeður tvíkynja, engar blöðrur. Lítil jurt, vex i klettum i flæðarmáli. Dvergaþang (Pelvetia canaliculata).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.