Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 43

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 95 víðast hvar er frálaust við þangbeltið í miðfjöru. Þalgreinar eru sterkar, oft skinnkenndar og undnar. Frjóbeður hérumbil hnattlaga. Við A., N., SV. og S.-ströndina. K 1 ó þ a n g (Ascophyllum nodosum). Þalið flatt, allt að 1 m á hæð, forkskipt eða fjaðurskipt. í þalgrein- unum er engin miðtaug, en stór- ar aflangar blöðrur eru í þeim miðjum, ein og ein, og eru þær breiðari en greinin, sem þær eru í. Þalgreinarnar 5—10 mm á breidd, brúnirnar víða með tönn- um. Hliðargreinamar mjóstar neðst. Frjóbeðið hnöttóttir eða egglaga í endum hliðstæðra stutt- sprota, sem standa í tannöxlun- um og falla síðar af. Vex í þang- beltinu innan um skúfaþangið. Tegund þessi sker sig mjög úr meðal annarra þangtegunda vegna þess að hún er miklu ljósbrúnni, og á henni vaxa oft stórir skúfar af rauðþörungnum Polysiphonia fastigiata, einkum sunnan og suð- vestanlands. Algengt meðfram allri strönd- inni. 15. mynd. Ascophyllum nodosum. Ca. hálf stærð. (Hauck). Dvergaþang (Pelvetia canaliculata). Vex í flæðarmáli, oft innan um Fucus spiralis. Hæð plöntunnar er 2—8 cm, hún er forkskipt, hefur enga miðtaug í þalgreinum og engar blöðrur. Liturinn nokkuð gulleitur. Renna neðan á þalgrein-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.