Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 48

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 48
100 NÁTT Ú RU FRÆÐ1N G U RI N N ver. Austan Þjórsár eru svo Þúfuver og Eyvindarkofaver. Til sam- ans mynda þessi ver svæði það, sem ég tel, að friðlýsa beri. Takmörk svæðisins eru glögg, því að það er umlukt gróðurlausum auðnum og söndum nema að norðan og norðvestan, þar sem Hofsjökull setur því náttúrleg takmörk. Frá Hofsjökli gengur einhver fegursti skrið- jökull íslands, Arnarfellsjökull, niður í verin. Jaðar hans er hálf- hringmyndaður og er hann gyrtur hálfhringmynduðu jökulurða- belti með jökullónum í dældum milli urðahryggjanna. í Nauthaga og í Jökulkrika eru laugar og á víð og dreif um verin eru rústir hinna fornu gæsarétta, þar sem heiðagæsir í sárum hafa fyrr á öld- um verið reknar til réttar. Þjórsárverin eru að nokkru leyti freðmýrar eða túndra, því að klaki er þar oft í jörðu allt sumarið. Þar eru víða hinar svonefndu rústir, en það eru einkennilegar þtifnamyndanir, sem eru eitt höfuð- einkenni á freðmýrum íshafslanda. Þjórsárverin eru ákaflega gróð- ursæl og gróður er þar víða með afbrigðum fagur. Meðal annars er gróður í Arnarfellsmúlum og í Amarfellsbrekku annálaður fyrir fegurð, enda minna þessir staðir mest á vel skipulagða skrúð- garða. Annars eru verin víðast hvar mýrlend, en á þurrari stöðum setja víðitegundir (gulvíðir, grávíðir og loðvíðir) svip sinn á land- ið. Reglulegir hvannskógar eru, eða voru að minnsta kosti, í Araar- fellsbrekku og í Arnarfellsmúlum og geysilega stórvaxin burnirót myndar samfelldar gróðurbreiður í Arnarfellsmúlum og víðar. AIIs hafa fundizt um 150 tegundir blómplantna og byrkninga í Þjórsárverum. Af dýrum eru það fuglamir, sem mest ber á í Þjórsárverum. Alls hafa sézt þar 31 tegund fugla og þar af eru 16 tegundir örugg- lega varpfuglar. Einkennisfugl Þjórsárveranna er heiðagæsin, en þar er mesta heiðagæsabyggð heimsins. Heiðagæsastofninn í heim- inum er mjög lítill og er ætlað að heildarstærð stofnsins sé um 50.000 á haustin, þegar ungar frá sumrinu eru orðnir fleygir og fullþroska. í Þjórsárverum verpa um 2000 heiðagæsapör og síðari hluta sumars, þegar ungarnir eru að vaxa upp, ganga 15.000—20.000 heiðagæsir í Þjórsárverum og er það álitlegur hluti af heildarstofn- inum. Utan íslands verpa heiðagæsir aðeins á NA-Grænlandi og Svalbarða. Grænlenzkar og íslenzkar heiðagæsir hafa vetrardvöl í Bretlandi (Skotlandi og Englandi), en heiðagæsir frá Svalbarða hafa vetrardvöl í löndunum við sunnanverðan Norðursjó.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.