Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 49

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 101 Sumurin 1951 og 1953 var efnt til brezk-íslenzkra rannsóknarleið- angra í Þjórsárver og var megintilgangurinn með þeim að merkja heiðagæsir. Það sem við vitum um náttúrufar Þjórsárvera, dýralíf þeirra og gróður, er mest að þakka rannsóknum, sem unnið var að í leiðöngrum þessum. Um þær rannsóknir hefur þegar birzt f jöldi ritgerða og auk þess var gelin út í Bretlandi alþýðleg, mynd- skreytt bók um fyrri leiðangurinn, og hefur hún einnig verið gefin út í Bandaríkjunum og Þýzkalandi. f báðum leiðöngrunum voru teknar kvikmyndir og hafa þær verið sýndar í flestum borgum Bretlands og víða á meginlandi Evrópu. Allt hefur þetta stuðlað mjög að kynningu á Þjórsárverum og hinu einstæða náttúrufari þeirra. Nú þegar eru því Þjórsárverin orðin þekkt víða um heim sem ósnortin náttúruparadís. Ég hef gerzt hér nokkuð langorður um Þjórsárverin, en með því hef ég viljað sýna fram á nauðsyn þess, að þau verði gerð að frið- landi. Friðlýsing þeirra myndi hafa sáralítinn kostnað í för með sér. Frá náttúrunnar hendi eru þau einangruð og gyrt auðnum og tor- færum á alla vegu og það myndi því ekki þurfa að girða þau þótt til friðlýsingar kæmi. Eina ráðstöfunin, sem gera þyrfti í sambandi við friðlýsingu þeirra, er að ná samkomulagi um, að þau verði ekki notuð til beitar. Slíku væri auðvelt að koma til leiðar með því að sjá svo um, að dilkar undan þeim fáu ám, sem þangað slæðast, verði ekki settir á. Þar með væri hægt að koma í veg fyrir hrein- ræktun sérstaks fjárstofns, er gengi á Þjórsárverum á sumrin, en að slíku var áður fyrr unnið markvisst af einstaka manni. Beit er sá mesti voði, sem yfir Þjórsárverum vofir. Gróður þeirra þolir beit mjög illa og mátti sjá mörg sorgleg merki þess í leiðangrinum 1951, en það sumar var síðasta sumarið fyrir niðurskurð fjárstofns- ins í Ámessýslu. Síðan hafa Þjórsárverin hvílzt og gróður þeirra náð sér að mestu, því að hinn nýi fjárstofn Árnesinga er ekki enn farinn að uppgötva þessi afskekktu og einangruðu beitilönd svo nokkru nemi. Nú er því tímabært, að hefjast handa um að bægja þeim voða, sem beitin er, frá Þjórsárverum. Að vísu eru hér hagsmunir í veði, en við verðum að gera það upp við okkur í eitt skipti fyrir öll, hvort við sættum okkur við að fórna Þjórsárverunum fyrir beit nokkur hundruð kinda í 2—3 mánuði á ári. í þessu máli reynir fyrst og fremst á skilning og félagslegan þroska þeirra manna, sem hagsmuna hafa að gæta í sambandi við beit í Þjórsárverum. Eftir

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.