Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 3
Náttúrufr. — 30. árgangur — 4. hefli — 151—194 siða — Reylijavik, januar 1961 Þorleifur Einarsson: Þættir úr jarðfræði Hellisheiðar „Þá kom maðr hlaupandi ok sagði, at jarðeldr var upp kominn í Olfusi ok mundi hann lilaupa á bæ Þórodds goða.“ Vart mun sá maður til vera á íslandi, að liann kannist ekki við þessa stuttu frásögn Kristnisögu af eldsuppkomu á Hellisheiði árið 1000 og orðræður Snorra goða og heiðinna manna á Alþingi það sumar. En nokkuð hefur það verið á reiki, við hvaða hraun um- mæli þessi eiga. Sumarið 1956 lióf ég athuganir á gossprungum á vestanverðri Hellisheiði og hraunum, sem þaðan eru kornin. Rannsókn þessi varð þó víðtækari, tók reyndar tvö sumur í viðbót, 1957 og 1958, svo sem grein þessi ber með sér, og náði til jarðfræði Hellisheiðar- svæðisins alls, en það takmarkast að norðan af Hengladölum, að vestan af Bláfjöllum, að sunnan af Fjallinu eina, Geitafelli og Kross- fjöllum, að austan af Þorleifslæk og Varrná. Um athuganir þessar ritaði ég síðan prólritgerð (Diplom Geologe), sem birtist í vor (Þorleilur Einarsson 1960), og er grein þessi útdráttur úr henni. Um jarðfræði Hellisheiðarsvæðisins hefur fátt verið ritað. Flest- ir jarðfræðingar hafa talið mosagráa hraunflákana og lág fellin lítið forvitnileg. Rækilegastar munu athuganir Þorvalds Thorodd- sens (1908—11, 1913, 1925) og Trausta Einarssonar (1951) vera. Af öðrum, sem um jarðfræði þessa svæðis hafa fjallað, mætti nefna Guðmund G. Bárðarson, Guðmund Kjartansson (1943), Tékkann M. F. Kuthan og Norðmanninn T. F. W. Barth. Jarðfræðilegur inngangur. Jarðsaga íslands nær aðeins yfir síðustu öld jarðsögunnar, nýöld. Elzta berg hér á landi er að finna á Austfjörðum og Vesturlandi, blágrýti með millilögum úr harðnaðri gosösku, sandsteini og leir-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.