Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 4
152 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN steini með surtarbrandi. Jurtaleifar úr surtarbrandslögum í neðri hluta blágrýtismyndunarinnar benda til þess, að elztu lögin séu ártertier að aldri, þ. e. a. s. allt að 60—70 milljónum ára görnul. Mest ber þar á blaðförum og frjókornum lauftrjáa, sem vaxið hafa við milt loftslag. Er líða tekur á tertier-tímann, kólnar í veðri. Laufskógurinn víkur æ meir fyrir barrskógum. Á síðtertier hylur svo jökull hluta landsins fyrsta sinni, svo sem millilög úr jökul- bergi1) í elri hluta blágrýtismyndunarinnar (gráa hæðin) í Esju, Fnjóskadal, Efornafirði og víðar bera vitni um, en mestur hluti hinnar kulvísu flóru mun hafa lifað þetta kuldakast af. Skelja- lögin á Tjörnesi eru einnig síðtertier (pliósen) að aldri. Á hinum eiginlega jökultíma, sem tók yfir síðustu milljón ár- in, eru kunnar hér á landi minjar þriggja ísalda og tveggja hlý- viðrisskeiða eða hlýalda líkt og á norðanverðu meginlandi Evrópu. I Olpunum hafa fundizt ummerki fimm ísalda og í Norður-Ame- ríku fjögurra. í byrjun jökultímans dóu hinir kulvísu barr- og laufskógar tertier-tímans út hér á landi. Elrir, birki og víðir lifðu ein trjáa fyrstu ísöldina af. Leifar þessara trjáa finnast í jarðlög- um eldri hlýaldar í Brimlárhöfða (Stöðinni) í Grundarfirði, Bakka- brúnum í Víðidal og Svínafellsfjalli í Öræfum. Á næstu ísöld, en hún mun hafa verið hörðust, dó elririnn út. í Eláubökkum við Elliðavog hafa fundizt jurtaleifar frá síðustu hlýöld og í þeim leifar m. a. birkis og víðis, en ekki elris. Birki og víðir hjörðu af kulda síðustu ísaldar ásamt miklum hluta núverandi flóru á íslaus- um svæðum. Samkvæmt rannsóknum Guðmundar Kjartanssonar á jökulrisp- um á miðhálendinu munu ísaskil meginjökuls síðustu ísaldar hafa verið allt að 50 km sunnan núverandi vatnaskila. Sunnanáttin hef- ur verið úrkomusöm á jökultíma ekki síður en í dag. Jökulskjöld- urinn norðan vatnaskila hefur verið mun þynnri en sunnan þeirra, svo að um dali og firði norðan lands hafa aðeins skriðið daljöklar, en fjöll flest og fjallgarðar verið íslaus. Á ísöldunum var mikið vatn bundið í jöklum, og var því sjávarborð um heim allan a. m. k. 1) Helgi Pjeturss fann jökulbergslögin fyrstur og taldi þau mynduð snemma á jökultíma. Nú síðustu árin hefur einkum Jón Jónsson unnið að rannsókn þessa jökulbergs og talið það síðtertiert. Vestur í Alaska hefur fundizt jökulberg sem millilag í síðtertieru sævarseti, og bendir það til, að víðar en á íslandi hafi jöklar verið farnir að stækka í lok tertiertímans.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.