Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 8
156 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN veg en Iiingað til hefur verið gert, einkum jökultímann, taldi ég rétt, að svo væri. Berg frá jökultíma. Elzta berg Hellisheiðarsvæðisins er að finna í lagskiptri grá- grýtismyndun í neðri hluta Kambabrúnar og Núpafjalls, svo og í Hjallafjalli. Á grágrýtismyndun þessari, Kamba- eða Hjallagrá- grýti, liggur í Kambabrún þunnt lag af jökulbergi. Á því ligg- ur síðan allþykk móbergsmyndun,1 *) Núpafjallsmóberg. Myndun þessi er allóregluleg, lagskipt móberg, þursamóberg, bólstraberg. I Þurárhnúk og Keriingarbergi er einnig ofan til lagskipt grágrýti. Innskot eru mörg og óregluleg, gangar, æðar, kubbaberg og stuðla- sveipir. Móbergsmyndun þessa er líka að finna í Núpafjalli og í brún Efrafjalls (í Hesti og Kerlingabergi). Kambagrágrýtið er lík- lega runnið sem hraun á hinni eldri hlýöld. Jökulbergið og Núpa- fjallsmóbergið eru líklega mynduð á næstsíðustu ísöld, og er það líkt móbergi í Jórukleif að aldri, en það liggur undir Mosfells- heiðargrágrýti, sem runnið er frá Mosfellsheiði á síðustu hlýöld. Mosfellsheiði er dyngja með tveim gígrústum, Borgarhólum og ónefndum hæðum austur undir Þingvallavatni. Frá Borgarhólum er líka runnið yngsta grágrýtið í nágrenni Reykjavíkur (Reykjavík- urgrágrýti). Síðan Helgi Pjeturss fann millilög úr jökulbergi í Hreppamynd- uninni um aldamótin, hafa móbergsfjöllin verið talin mynduð á ísöldum undir eða í jökli. Móbergsfjöll Hengilsvæðisins hafa hlað- izt upp í geilum eða götum, sem bráðnað hafa í jökulinn yfir eld- stöðvunum líkt og flest móbergsfjöll á landinu (Guðmundur Kjart- ansson 1943). Móbergsfjöll þau, sem nú verður getið, eru öll mynd- uð á síðustu ísöld. Götin fylltust að miklu leyti með leysingar- vatni. Meðan vatnsþrýstingur var nægur yfir eldstöðvunum, hlóðst upp bólstraberg í geilinni, en vatnsdýptin gat numið allt að 9/10 ísþykktarinnar. Yrði vatnsdýptin meiri, lyftist jökullinn, og uppi- staðan tæmdist í jökulhlaupi. Bólstraberg er víða að finna í neðri hluta móbergsfjalla á Hellisheiðarsvæðinu, svo sem í Draugahlíð- um, Lakahnúkum, milli Meitla, í Stóra-Skarðsmýrarfjalli og víðar. 1) Orðið móberg er notað hér um gosmóberg, en frá því á að greina set- móberg, sem myndað er úr vatns- eða vindfluttum efnum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.